Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 64
Sveinn Víkingur:
Þættir af fjarskyggnu fólki
og forvitru
☆
II. HLUTI
önnur saga um fjarskyggnigáfu Guðmundar biskups gerð-
ist í Noregi. Biskup var á ferð um skóg þann, er Vangskógur
nefnist. Skall á stormur mikill og varð biskup viðskila við
förunauta sína. Prestur einn hvarf þá aftur að leita hans.
Kemur hann að biskupi, þar sem hann situr á hesti sínum,
horfir í austurátt og „hefir sútfengna ásjón.“
Prestur spyr hvað þessu valdi.
Biskupinn svarar: „Kalla má, at harmr þessi sé mér nokk-
ut fjarlægr, en þó er eigi glatt at sjá, at veraldarmenn
óskriftaðir steytist niðr í sjó.“
Prestur spyrr: „Hvat er um þat, minn herra?“
Biskup svarar: „Ölafr bóndi af Berudal, er þú munt heyrt
hafa nefndan, tíu tigir manna ok tveir týndust á þessari
stund í sjó, ok með því at drottinn minn virðist mér þenna
hlut sýna, bað ek miskunnar fyrir þeirra sálum, er svo skjót-
lega kölluðust af heiminum, ok svo bið ek, at þér gerið allir
samt. Munuð þér frétta þessi tíðindi, enn greiniligar, sem
vér komum í kaupstaðinn.“
Eftir svo talat ríða þeir sinn veg. En er þeir koma til bæj-
arins, prófa þeir alla hluti svo orðna, at Ólafr bóndi tapað-
ist á sömu stundu með svo margt fólk, sem fyrr var sagt.
Sturla J»órðarson.
Hann virðist gæddur hafa verið forsagnargáfu og raunar
fleiri þeir frændur. 1 Sturluþætti segir svo:
Þat var eitt sinn um vetrinn, at þangat kom til Sturlu
(Hann bjó þá í Fagradal) Bárðr, sonr Einars Ásgrímssonar.