Morgunn - 01.06.1966, Page 68
62
MORGUNN
Margmenni var, er kirkjan var vígð. Kom þá Guðrún að
máli við Isfeld og spurði hann, hver fyrstur yrði jarðaður í
kirkjugarðinum, þeirra, er við messuna voru. Kveðst hann
skyldu reyna það eftir messuna. Um kvöldið segir hann
Guðrúnu, að enginn þeirra, sem þar voru um daginn, verði
fyrst grafinn í kirkjugarðinum, heldur verði það gamall
maður og gráhærður, beygður af elii, og muni hann verða
látinn hvíla í útsuðurhorni garðsins.
Líður nú svo fram um veturnætur, að enginn andast í
sókninni, og er Isfeld löngu farinn. En litlu síðar er flutt lík
gamals próventukarls frá Hnefilsdal að Hofteigi og jarðað í
kirkjugarðshorni, þar sem Isfeld hafði áður sagt til um.
Vinmimennirnir frá Vallanesi.
Það var viku fyrir jól, að ísfeld gisti að Vallanesi hjá séra
Guttormi Pálssyni. Hafði prófastur sent tvo vinnumenn sina
á Eskif jörð og átti von á þeim heim þá um kvöldið. En síðla
dags gerði ofsarok á norðan með fannfergju og frostgrimmd.
Prófastur spyr þá Isfeld hvort hann hygði menn sína hafa
lagt til heiðar um morguninn. Isfeld segir eftir nokkra bið,
að það hafi þeir gert, því nú séu þeir á háurðinni og þeir
séu þrír, einn hafi slegizt í förina, en eigi þekki hann þann
mann.
Nú leið mjög á daginn, og versnaði enn veðrið. Um ljósa-
skiptin biður prófastur ísfeld að segja sér, hvað þeim líði
nú. Isfeld kvað þeim líða vel, þeir væru nú í Ketilsstaða-
beitarhúsunum austan við hálsinn; einn þeirra væri nú að
binda á sig skóinn, því slitnað hefði þvengurinn.
Mennirnir komu fyrst í Vallanes morguninn eftir; höfðu
verið að Ketilsstöðum um nóttina, hafði og aukamaðurinn
verið þaðan. Þegar þeir sögðu sögu sína, bar þeim saman við
sögu Isfelds.
Þessi saga er til með ofurlítið öðrum hætti, og hefur Páll
Melsted yngri hana eftir föður sínum Páli sýslumanni. Þar
segir, að prófastur hafi sent vinnumann sinn, Guðmund að