Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 51
MORGUNN 45
En ef til vill er Einar Benediktsson ekki fjarri hinu rétta,
er hann segir:
Og andans veröld á tímann ei til.
Þar telst hvorki ára né dægra bil.
En viðburðahringsins endalaust undur
sést aðeins i brotum í táranna dal.
Hvað var og hvað er og hvað verða skal,
í vitund drottins ei greinist í sundur.
Hlutskyggni og forspá
Þeir sem hafa lesið eldri árganga Morguns, minnast senni-
lega þess, að þar er margsinnis sagt frá hlutskyggni (psycho-
metri) og mörg merkileg dæmi þess sögð, að unnt er fólki,
Sem þeim hæfileika er gætt, að geta lesið sögu gamalla hluta
með því að handleika hlutina eða komast í aðra líka snert-
ir>gu við þá.
Nokkrar tilraunir með hlutskyggni gerðum við þrír, Ein-
ar heitinn Loftsson, Eggert P. Briem og ég með Hafstein
Ejörnsson sem miðil, meðan hann var í þjónustu S.R.F.l.
sumu leyti tókust þær tilraunir þannig, að ástæða var til
aÖ ætla, að miðillinn væri gæddur hlutskyggnihæfileika. Til
d®mis gat hann í fáeinum tilfellum lýst greinilega látnu fólki,
Sem átt hafði gripina, og umhverfi þeirra. En langflestar
hlutskyggnitilraunir, sem borið hafa árangur og mér er
1{Unnugt um, hafa beinzt að því, að lýsa því, sem var, lesa
söSU hins liðna.
í vetrarhefti tímaritsins Light 1965, rakst ég á frásögn,
Sem mér þótti skemmtilega athyglisverð. Þar beinist hlut-
s^yggnin ekki að hinu liðna, heldur hinu ókomna, og sál-
ræni maðurinn segir fyrir ókomin og óvænt atvik í lífi konu,
Sem er eigandi hlutarins, sem hann handleikur.