Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 67
M O R G U N N
61
ísfeld er svo lýst, að hann hafi verið meðalmaður á hæð,
höfuðið í stærra lagi, hárið Ijósjarpt að lit, síðar grátt, enni
allmikið, brýr þungar og miklar, augu lágu djúpt, en voru
góðleg og eitthvað einkennileg, er hann leit á mann. Hann
var hálsstuttur og mikill um herðar. Hann var stilltur og
siðprúður í dagfari og líkaði öllum vel við hann. Hann var
íáorður og gagnorður og hagyrtur, svo það bar til, að hann
tét fjúka í hendingum, einkum ef hann var hreifur af víni.
Annars kölluðu flestir hann mjög dulan mann. Hann þótti
hinn færasti smiður. En það, sem helzt hefur gert hann nafn-
áunnan, er hinn einkennilegi eiginleiki hans, að sjá og segja
fyrir óorðna viðburði, eins í fjarlægð sem nálægð.
Þessi lýsing er tekin úr þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar,
°g verður einnig við þær einkum stuðzt í frásögum þeim,
sem hér fara á eftir. En þáttur um Isfeld er í Þjóðsögum
Sigfúsar II, bls. 134—150.
Bræður farast í Flatey.
Það er gömul sögn, að þegar Isfeld var á Húsavík, hafi
hann einhverju sinni setið einn inni í fjósi, en stórhríðar-
hylur var á. Heyrir þá fólkið í baðstofunni, sem var yfir fjós-
lnú, að Isfeld segir stundarhátt: „Það leiðast þarna núna
tveir bræður eftir Flateynni. Þeir eru illa staddir, aumingj-
urnir, í veðrinu því arna. Guð hjálpi þeim vesalingum.“ —
"Hvernig veiztu þetta?“ kallar einhver ofan til hans, en
hann gegndi þvi engu. En litlu seinna hrópar hann með grát-
staf í kverkunum: „Hana, þarna hröpuðu þeir báðir til
hauða. Svona mundi það enda.“
^egar fréttir bárust úr Flatey eftir bylinn, sannaðist að
Þúr höfðu tveir bræður farizt í hríðinni.
Hver verður grafinn næst?
úfeld smíðaði kirkju að Hofteigi á Jökuldal fyrir Sigfús
Prest Finnsson (1815—1846). Þeim var vel til vina ísfeld og
Guðrúnu dóttur prests, en hún sagði þessa sögu Pétri jökli: