Morgunn - 01.06.1966, Page 53
MORGUNN 47
Flutninga hennar og íbúðir á hæðum í fleirbýlishúsum, en
ekki einbýlishúsum.
Andlát móður hennar.
Hverja menntun einkasonur hennar myndi velja.
Síðara hjónaband hennar með manni, sem væri miklu eldri
en hún. Að síðari maðurinn hefði náið samband við unglinga.
að hann bæri á vinstra fæti örkuml eftir sár frá styrj-
öldinni.
Að hún mundi leggja til hliðar áhugamál sitt í sambandi
Vlð listir, en taka upp starf í sambandi við börn.
Um síðara mann hennar voru öll atriðin hárrétt, og sjálf
er hún orðin barnakennari, en maðurinn hennar kennir í
^enntaskóla.
Eg sagði henni nokkur atriði önnur, sem voru almennara
eðUs, en öll rétt.
. Afþví, sem ég vissi um þessa ungu konu árið 1954, hefði
eS ekki undir nokkrum kringumstæðum geta getið mér alls
hessa til um framtíð hennar.“
Uað er fjarri því, að vera einstætt, að hlutskyggni beinist
að hinu ókomna, en það er fágætt.
Þess vegna datt mér í hug, að einhverjir lesendur Morg-
Ungs kynnu að hafa ánægju eða gagn af þessari frásögn.
Jón AurSuns.