Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 52
46
MORGUNN
Greinarhöfundur er David Gilmour. Hann á merkilega
sálræna reynslu að baki og hefur ritað sitt hvað æði athygl-
isvert. Honum segist svo frá:
„Árið 1954 var vinkona mín ein á snöggri ferð til Lundúna
og heimsótti mig. Ég þekkti eiginmann hennar og hafði
mætur á honum, en vissi, að hjónaband þeirra var ekki nægi-
lega farsælt.
Meðan við sátum að miðdegisverði barst talið að spirit-
isma, og ég sagði vinkonu minni frá nokkrum tilrauna-
fundum, sem ég hafði setið . ..
Þetta kom nokkuð flatt upp á hana, og sagði hún mér,
að miðill nokkur í Norður-Englandi hefði fyrir löngu sagt
sér, að ég mundi geta hjálpað henni með sálrænum gáf-
um mínum.
Hún stakk upp á því, að hún léti eftir hjá mér greiðu í
leðurhylki, sem ég skyldi svo reyna að hlutskyggna, þegar
tækifæri gæfist, og senda henni bréflega árangurinn.
Ég lét þetta eftir henni.
1 næstu tíu árin eftir þetta hafði ég ekkert samband við
þessa ungu konu.
Þá var það í október 1964, að hún hringdi til mín í sima.
Hún kvaðst hafa komizt að heimilisfangi mínu og spurði mig
óðara, hvort ég hefði enn sama áhuga og fyrr fyrir sálræn-
um málum. Ég kvað svo vera, og þá bað hún um „fund“
með mér.
Ég varð forviða. Ég minntist raunar enn þeirrar tilraun-
ar, sem ég hafði gert fyrir hana með að hlutskyggna greið-
una og leðurhylkið tíu árum fyrr. En að öðru leyti var mér
gleymt og grafið, að hún vissi um áhuga minn fyrir þess-
um málum.
Hún staðfesti nú við mig, að hvert einasta atriði í hlut-
skyggnilýsingu minni árið 1954 hefði verið rétt. Þetta hafði
ég sagt henni fyrir:
Að hún mundi skilja við eiginmann sinn og hann andast
ungur skömmu síðar.
J