Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 42
36
MORGUNN
um mannssálarinnar, sem þarna hófust, og þau próf. Mc-
Dougall og Rhine-hjónin einkum unnu að, snerust fyrst og
fremst um spurninguna um framhaldslíf eftir líkamsdauð-
ann, og að hinn ungi háskóli og forseti hans, dr. Few, skyldi
vera svo frjálslyndur að ljá þessum rannsóknum fullan
stuðning, því enda þótt spíritisminn nyti þá ört vaxandi
fylgis um allan hinn menntaða heim, sálarrannsóknafélög
hefðu þá starfað um áratugi, og margir heimskunnir vísinda-
menn sannfærzt um framhaldslífið eftir dauðann, áttu þó
þessar rannsóknir engan veginn upp á pallborðið innan
veggja háskólanna, né heldur í hinum íhaldssama félagsskap
raunvísindamannanna.
Við rannsóknirnar á miðlum og starfsemi þeirra í sálfræði-
deild Duke háskólans kom brátt í ljós það, sem ýmsir fröm-
uðir sálarrannsóknanna höfðu þegar bent á og haldið fram,
að sú vitneskja varðandi framliðna menn, sem miðlarnir
fengju og segðu frá, mundi ekki vera til þeirra komin, sem
venjulegar skynjanir skynfæranna, heldur mundi þar vera
um fjarhrif (telepathy) í einhverri mynd að ræða. Spurning-
in var sú, hvort þessi fjarhrif stöfuðu frá lifandi mönnum
eða hinum látnu. Þeirri spurningu var ekki unnt að svara,
nema með umfangsmiklum og ítarlegum rannsóknum. Og
sú rannsókn hlaut að verða tvíþætt. 1 fyrsta lagi að sanna af
eða á, hvort fjarhrif ættu sér raunverulega stað. Og í öðru
lagi, ef f jarhrif reyndust vera raunveruleiki, hvort þau ættu
sér aðeins stað milli lifandi manna, eða hvort sum fyrirbæri
mannlegrar reynslu væru þannig vaxin, að engin leið væri
að skýra þau á þá lund, heldur hlyti þar að vera um fjar-
hrifasamband frá látnum mönnum að ræða, er þá um leið
væri sönnun fyrir framhaldi lífsins og persónuleikans eftir
líkamsdauðann.
Dulsálfræðirannsóknir þær, sem fram hafa farið við Duke
háskólann, fyrst undir forystu McDougall og síðan dr. J. B.
Rhine og konu hans óslitið frá árinu 1927, hafa, eins og
kunnugt er, einkum beinzt að því, hvort fjarhrif (telepathy)
ættu sér stað í raun og veru. Og þetta hefur nú tekizt að
J