Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 56
50
MORGUNN
meister & Wain. Mér var sýndur lyftikrani, sem ég átti að
stjórna. Hann stóð þarna á hafnarbakkanum, tröllslegur
ásýndum, líkt og eitthvert fornaldarskrimsli, og skammt
frá honum var að sjá hús nýbyggt. Ég virti þetta tæki vand-
lega fyrir mér og sá, að á hlið þess var lítið áfast spjald, sem
á stóð: Nurnberg 1910. En nú bregður svo við, að mér þykir
grípa mig einhver beygur við að stíga upp og setjast í sætið,
og gat ekki hugsað til þess að vera þar einn. Þetta sagði ég
félögum mínum á hafnarbakkanum. Að vísu gat ég þess
ekki beinlínis, að ég væri hræddur, en sagði, að ég vildi hafa
þangað mann með mér. Er það og líka föst venja, að sá,
sem stjórnað hefur slikum krana áður, sé hinum nýja við-
takanda til hjálpar og leiðbeiningar þrjá fyrstu dagana.
Þykir mér þá einn verkamannanna svara: „Farðu bara
upp í. Sá gamli situr þar og bíður eftir þér.“
Ég þóttist nú klöngrast upp í sætið. Og það stóð heima.
Þar sat gamall maður með derhúfu á höfði, eina af þessum
sixpensurum, sem verkamenn venjulega gengu með á þeim
árum. Þetta var fremur lágvaxinn maður, en saman rekinn.
Mig furðaði á því, hvað hann var ellilegur, og hefði hann
raunar átt að vera hættur störfum fyrir elli sakir. Hann
talaði mikið, en ég átti bágt með að skilja hann vegna þess,
að hann var mjög hásróma og röddin brostin. Hann leið-
beindi mér mjög skilmerkilega um alla gerð kranans, og
sérstaklega var það eitt atriði, sem hann brýndi fyrir mér
og endurtók hvað eftir annað: „Mundu það, að það er hægt
að snúa krananum í hring á skífunni. Þú skalt nota þér það,
maður minn.“ Á þessu stagaðist hann hvað eftir annað. Að
sjálfsögðu hafði ég lært um þennan útbúnað á vélfræðiskól-
anum. En ég hafði aldrei unnið á slíkum krana.
Skyndilega þótti mér gamli maðurinn hverfa mér sjón-
um og ég vera sjálfur tekinn að stjórna krananum. Ég renndi
rúðunni frá, eins og vant er að gera, til þess að geta rekið
höfuðið út og séð betur í kring um mig. Þrír menn stóðu
niðri í lest skipsins. Og ég sá þá mjög greinilega. Og ég var
einmitt að láta mjög stóran og þungan járnkassa siga niður
4