Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 7
Séra Benjamín Kristjánsson:
Kirkjan og sálarrannsóknirnar
☆
Fyrir allmörgum árum sótti ég, ásamt þáverandi biskupi
Islands, herra Sigurgeiri Sigurðssyni, trúmálafund presta
og leikmanna frá öllum Norðurlöndum, sem haldinn var að
Nyborg Strand á Fjóni.
Þarna var fjöldi manna saman kominn og mikið rætt og
rabbað bæði á formlegan og óformlegan hátt, og gafst gott
tækifæri til að kynnast fjölda manna, því að fundurinn stóð
nokkra daga. Meðal margra annarra, sem ég kynntist þarna
lítils háttar, var prestsdóttir ein frá Jótlandi, heldur lagleg
og glaðleg stúlka. Fór hún að spyrja mig um íslenzku kirkj-
una, og reyndi ég að leysa úr spurningum hennar eftir föng-
um. Að lokum stundi hún upp spurningu, sem ég hafði á til-
finningunni, að henni þætti næstum hneykslanleg, en hún
var þessi:
„Er það satt, að sumir íslenzkir prestar séu spiritistar?"
,,Já,“ sagði ég. ,,Ef þér eigið við það, að margir þeirra
fylgjast með sálarrannsóknum af lifandi áhuga. Sumir
þeirra hafa jafnvel tekið þátt í þeim. Dómkirkjupresturinn
í Reykjavík er formaður Sálarrannsóknafélags íslands.“
„Er það ekki agalegt," sagði þá stúlkan. Og ég man það
enn, hvað andlitið varð barnalega einfeldnislegt, þegar þetta
andvarp leið af vörum hennar.
„Nú, hví er það svo agalegt?" spurði ég. „Hingað til hefur
verið talið, að sálin kæmi okkur prestunum dálítið við.“
Þá segir hún: „Enginn lifandi prestur í Danmörku kemur