Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 66
60
MORGUNN
Svo fór allt og fram kom, að Sveinn varð biskup og Er-
lendur efldist og mannaðist og eignaðist Guðríði dóttur Þor-
varðs. Og er hann reið til konukaupa kom hvolfuskúr mikil,
en áður var glatt sólskin, er þeir nálguðust túnið.
Erlendur þessi varð sýslumaður, og hélt lengi Rangárþing.
Meðal barna hans og Guðríðar var Vigfús hirðstjóri Er-
lendsson.
Fleiri hinna íslenzku biskupa eru taldir verið hafa for-
spáir og forvitrir, þó ekki verði það nánar rakið hér.
ÓLI ÍSFELD
Hann var einn þeirra manna hér á landi á öndverðri 19.
öld, sem mestar sagnir fara af vegna fjarskyggni og for-
sagnahæfileika. Réttu nafni hét hann Eyjólfur Ásmunds-
son. Hann mun verið hafa sunnlenzkur í föðurætt að minnsta
kosti og senniiega úr Landeyjum. En sagnir segja, að hann
hafi alizt upp á Húsavík við Skjálfanda. Ungur fer hann til
Kaupmannahafnar og lærir þar smíðar hjá meistara þeim,
sem nefndur er Jónas Isfeld, og hefur sennilega verið maður
islenzkur. Þar breytti hann nafni sínu, og nefndist jafnan
eftir það Oli Isfeld. Hann mun hafa flutzt alfari heim til
Islands að líkindum laust fyrir 1790, gerðist verzlunarstjóri
á Hánefsstaðaeyrum við Seyðisf jörð, tók síðan að sér brenni-
steinshúsin á Akureyri, en er þau brunnu 1797, fór hann til
Húsavíkur. Árið 1819 var trébrúin á Jökulsá á Dal orðin svo
léleg, að hana þurfti að endurbyggja. Fékk þá sýslumaður-
inn í Norður-Múlasýslu, Páll Melsted eldri, Isfeld til þess að
taka að sér brúarsmíðina. Varð þetta til þess, að Isfeld settist
að á Austurlandi. Hann andaðist að Þingmúla 1832, en þar
var hann að smíða kirkju. Kviknaði í bænum, og er talið,
að Isfeld hafi ekki þolað reykjarsvæluna, enda þá orðinn
brjóstveill. Segir sagan, að hann hafi komizt út um bað-
stofugluggann, en hlaupið aftur inn í eldinn og svæluna til
þess að bjarga örvasa konu, er Ingibjörg hét. Tókst björg-
unin, en Isfeld hné niður í hlaðvarpanum og var þegar ör-
endur.