Morgunn - 01.06.1966, Side 45
Sveinn Víkingur:
Hugleiðing um draum
☆
Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautai’holti er merk kona og
hlörgum kunn. Hún hefur sýnt mér þá velvild að lofa mér
að sjá allmarga drauma, sem hana hefur dreymt og skrásett
Jafnóðum. Flestir eru draumarnir trúarlegs eðlis, líkingar-
fullar draumsýnir varðandi það líf, sem við tekur eftir lík-
amsdauðann. Aðrir virðast vera beinar forspár eða fyrir-
koðar atburða, sem síðar gerast í raun og veru. Einn slíkra
^'auma verður hér birtur með leyfi frúarinnar. Hún segir
Þannig frá:
„Nóttina milli 17.—18. ágúst 1938 dreymdi mig eftirfar-
andi draum:
Ég þóttist standa við hliðina á dökkum bíl. Ég sá, að bíll-
inn var fullur af fólki, en engan í honum gat ég séð greini-
^ega, því að á rúðunum var líkt og móða, svo ekki sást í gegn
Urn þær. Ég veit óðara, að fólkið í bílnum er í hættu statt, og
t>að eina, sem getur bjargað því, er að fara út úr bílnum og
í(h'ðast ekki lengra í honum. Mig langar mjög til þess að
Snra fólkinu viðvart, en get það ekki, lít allt í kring um mig,
hvort ég sjái ekki fólk nálægt, sem ég geti beðið hjálpar, en
sé engan. Ég er mjög óróleg og vansæl yfir því að hafa ekki
tnk á að láta fólkið í bílnum verða vart við hættuna, sem
Vfir því vofir. Jafnframt veit ég, að þetta fólk er mér mikið
Vlðkomandi, og að eiginlega hafi ég verið því samferða mikið
af leiðinni. En hvenær ég fór út úr bílnum, veit ég ekki.
Nú fer ég að virða fyrir mér þann stað, þar sem bíllinn
er staddur. Hann er uppi á talsverðri hæð og lægra land
framundan. Ég sé dal, sem liggur frá austri til vesturs. Eftir