Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 86
80
MORGUNN
sagði hún. „En það var eins og mér væri sagt að tala við
yður.“ — Ég sagði henni þá, að ég hefði haft samband við
son hennar fyrir fáum mínútum.
Ég fór til Englands og sat þar fund hjá miðli, sem þar
nýtur mikils trausts, og Morgan heitir. Við vorum sjö á fundi
og þekkti ég þar engan. Miðillinn bað hvert okkar um sig
að leggja einhvern hlut í skál, sem stóð á borðinu. Ég hafði
tekið með mér bréfið frá móður unga flugmannsins, og lagði
það í skálina.
Þegar miðillinn tók bréfið í hönd sér, sneri hann sér að
mér og sagði: ,,Ég sé ungan mann. Hann biður mig að segja
yður, að hann hafi ekki gleymt loforðinu um að fara með
yður til Englands.“
Látni drengurinn minn.
Að lokum segir frú Astrid Gilmark þessa sögu, sem er
harla athyglisverð, en snertir ekki dulgáfur hennar sjálfrar
beinlínis.
Ég á lítinn dreng handan við tjaldið mikla. Ég missti hann
árið 1949. Sjálf hef ég aldrei fengið að sjá hann, en margir
miðlar hafa séð hann og sagt mér frá honum.
Einu sinni var ég á ferð í járnbrautarlest. 1 klefanum hjá
mér sat einhver kona, sem virtist gefa mér mjög nánar gæt-
ur. Ég kunni ekki við þetta, en stóð upp og ætlaði inn í borð-
vagninn. Þá segir konan við mig:
„Afsakið, frú. En það er alltaf barn við hliðina á yður.
Það er lítill drengur. Hann segir, að þér séuð móðir sín og
að það sé afmælið hans í dag.“
Mér varð svo mikið um, að ég var naumast með sjálfri
mér á leiðinni fram í borðvagninn. ÞaZ var afmœli drengsins
míns þennan dag.