Morgunn - 01.06.1966, Side 13
MORGUNN
7
um og óumbreytanlegum sannleika? Gæti sá maður haft
djúpan skilning á því, sem hann væri að tala um, eða væri
þess einhver von, að hann ynni visindum sínum nokkurt
gagn? Nei, því að vísindi hans styddust ekki við eigin íhugun
eða starf, heldur það sem aðrir hefðu hugsað, og þá væri
það undir tilviljun komið, hvort nokkuð væri að reiða sig á
það, sem hann kenndi. Hann væri enginn vísindamaður.
Á sama hátt er kreddustaglarinn enginn trúmaður. Trú
hans er bara utan að lærð kenning, en styðst hvorki við eigin
reynslu eða íhugun. Hún er ekki lifandi, heldur dauð. Trú
er ekki hægt að læra utan að. Annað hvort vex hún fram í
sálinni af lifandi tilfinningu og fyrir það, er menn sjá og
heyra, eða hún er bara látalæti, og gagnslaus með öllu. Og
það er mikið til af slíkum trúarbrögðum.
Trúarbragðahöfundar.
Auðvitað eiga menn að rannsaka trú sína frá rótum, gera
sér grein fyrir uppruna hennar og viðfangsefnum og grafast
eftir föngum eftir rökum hennar. Aldrei hefur guð bannað
mönnum að leita þekkingar. Það væri bágborið ástand t. d.
í náttúruvísindum, ef menn hefðu frá aldaöðli gengið með
þá firru í höfðinu, að guð bannaði að leita þar frekari þekk-
ingar en steinaldarmenn höfðu. Hví skyldi það þá fremur
vera syndsamlegt, að leitast við að öðlast frekari þekkingu
um sálina, hvort hún lifi af líkamsdauðann og hvernig lífinu
eftir dauðann sé þá háttað?
Enginn trúarbragðahöfundur eða spámaður, sem nokkur
veigur hefur verið í, hefur hikað við að gera þetta. Þeir
hafa ekki látið sér nægja hugmyndir fyrri tíðar manna,
heldur hugsað málið að nýju, komið fram með nýjar kenn-
ingar. Hefði Kristur ekki leyft sér að hugsa öðruvísi en
fyrirrennarar hans, mundi enginn kristindómur hafa orðið
til, og þannig komu spámennirnir á undan honum fram með
frumleg sjónarmið hver á sinni tíð, er breyttu að verulegu
leyti viðhorfi trúarbragðanna. Aldrei renna upp þeir tím-