Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Page 13

Morgunn - 01.06.1966, Page 13
MORGUNN 7 um og óumbreytanlegum sannleika? Gæti sá maður haft djúpan skilning á því, sem hann væri að tala um, eða væri þess einhver von, að hann ynni visindum sínum nokkurt gagn? Nei, því að vísindi hans styddust ekki við eigin íhugun eða starf, heldur það sem aðrir hefðu hugsað, og þá væri það undir tilviljun komið, hvort nokkuð væri að reiða sig á það, sem hann kenndi. Hann væri enginn vísindamaður. Á sama hátt er kreddustaglarinn enginn trúmaður. Trú hans er bara utan að lærð kenning, en styðst hvorki við eigin reynslu eða íhugun. Hún er ekki lifandi, heldur dauð. Trú er ekki hægt að læra utan að. Annað hvort vex hún fram í sálinni af lifandi tilfinningu og fyrir það, er menn sjá og heyra, eða hún er bara látalæti, og gagnslaus með öllu. Og það er mikið til af slíkum trúarbrögðum. Trúarbragðahöfundar. Auðvitað eiga menn að rannsaka trú sína frá rótum, gera sér grein fyrir uppruna hennar og viðfangsefnum og grafast eftir föngum eftir rökum hennar. Aldrei hefur guð bannað mönnum að leita þekkingar. Það væri bágborið ástand t. d. í náttúruvísindum, ef menn hefðu frá aldaöðli gengið með þá firru í höfðinu, að guð bannaði að leita þar frekari þekk- ingar en steinaldarmenn höfðu. Hví skyldi það þá fremur vera syndsamlegt, að leitast við að öðlast frekari þekkingu um sálina, hvort hún lifi af líkamsdauðann og hvernig lífinu eftir dauðann sé þá háttað? Enginn trúarbragðahöfundur eða spámaður, sem nokkur veigur hefur verið í, hefur hikað við að gera þetta. Þeir hafa ekki látið sér nægja hugmyndir fyrri tíðar manna, heldur hugsað málið að nýju, komið fram með nýjar kenn- ingar. Hefði Kristur ekki leyft sér að hugsa öðruvísi en fyrirrennarar hans, mundi enginn kristindómur hafa orðið til, og þannig komu spámennirnir á undan honum fram með frumleg sjónarmið hver á sinni tíð, er breyttu að verulegu leyti viðhorfi trúarbragðanna. Aldrei renna upp þeir tím-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.