Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 22
16
MORGUNN
sem var hans, er horfið, minningin ein er eftir hjá okkur. Og
bráðum kemur röðin að okkur sjálfum. Ef til vill munu fá-
einir vinir minnast okkar nokkra stund, en þeir fara líka
af jörðinni, og við hverfum í hóp milljónanna, sem enginn
telur og enginn man fremur en þær hafi aldrei verið til.
Er þessu þannig farið? Sé svo, þá er vissulega tímabært
að örvænta ... og þá er full ástæða til að gefast á vald ör-
væntingarfullri óvissu Thomasar Hardys. 1 lok hinnar miklu
skáldsögu hans, „Tess D’Urbervilles“, segir Tess við Angel
Clare, eiginmann sinn, síðustu augnablikin áður en hún er
tekin og líflátin:
„Segðu mér, Angel, heldurðu að við hittumst aftur eftir
dauðann? Segðu mér það.“
Hann kyssti hana til þess að þurfa ekki að svara.
Hún barði niður andvarp sitt og sagði: „Ó, Angel, ég veit
að þetta merkir: nei. En ég þrái svo heitt að fá að sjá þig
aftur, svo heitt, svo heitt! Er það satt, Angel, að ekki einu
sinni við sjáumst aftur, sem elskumst þó svo heitt?“
Russell lávarður er sennilega frægastur þeirra lærdóms-
manna, sem trúa því, að dauðinn sé endir alls. Hann kvað
einu sinni svo að orði, að hann byggði hús sitt á hinum
„traustustu undirstöðum ósveigjanlegs vonleysis". Og það
er ekki langt síðan hann kvað svo að orði, að hann „sæi
enga ástæðu til að gera ráð fyrir því, að alheimurinn hefði
minnsta áhuga fyrir óskum vorum og vonum“. Vér hljótum
að dázt að hinu heimspekilega hugrekki Russells, en ekkert
bendir til þess, að hann hafi gefið alvarlegan gaum þeim
sönnunargögnum, sem hefðu getað gefið honum traustan
grundvöll bjartsýni.
Ef það er satt, að maðurinn sjálfur farist í dauða líkam-
ans, skulum vér játa undandráttarlaust, að vér lifum í heimi,
sem er ömurlega og óskaplega ranglátur við marga menn,
heimi, sem hlýtur að fylla oss harmi og skelfingu, þegar vér
hugsum um endalokin. Sumir menn eru fæddir til ömurlegra
ævikjara. Þeir verða að berjast við alls konar mótgang, þján-
ingar, skort, harðrétti og vonleysi á allar lundir. Og sumir