Morgunn - 01.06.1966, Síða 46
40
MORGUNN
miðjum dalnum rennur á, og ég sé bændabýli á víð og dreif
um dalinn. Ég tek eftir því, að það er hvergi jafn bratt ofan
hlíðina niður í dalinn, eins og þar sem bíllinn er og ætlar að
stefna niður í dalinn, en þangað veit ég, að hann ætlar að
fara. Mér finnst dalurinn ákaflega fallegur og unaðslegur að
sjá, landslagið sérkennilegt og heillandi. Mig grípur löngun
til að ganga um á þessum slóðum, og hugsa sem svo, að
sannarlega vildi ég geta farið um þennan fagra dal, en veit,
að bezt muni vera að ganga skáhallt niður i hann vegna þess
hve hlíðin er þarna brött.
En nú beinist athygli mín aftur að bílnum. Hann stendur
enn á þessari háu brekkubrún, og ég við hliðina á honum.
Og nú sé ég veginn, sem er framundan bílnum. Hann er
eins og lagður úr eintómum tréspónum og spýtnabraki, og
standa spýturnar upp á endann til og frá. Þessi vegur liggur
beint niður að ánni. Ég þrái að gera síðustu tilraun til að
bjarga fólkinu í bílnum frá því að fara þessa leið, en eng-
an er að sjá til hjálpar. Þá hrópa ég i örvæntingu minni,
ef einhver í bílnum skyldi heyra og það verða til bjargar:
,,Hvað heitir bílstjórinn?“
Þá opnast framhurð bílsins, og maður rekur höfuðið út.
Hann er fölleitur og torkennilegur í andliti, og aldrei hafði
ég séð hann áður, svo ég myndi til. Hann segir hátt: „Ágúst
Skaði“. Vissi ég, að þetta var nafn bílstjórans og svar til mín.
Um leið skellti hann aftur hurðinni og setti vélina í gang.
Ég sá bílinn taka kipp og hendast niður þennan voðalega
veg. Hann hossaðist upp og niður eins og bílar gera á vond-
um vegi og ójöfnum, unz hann hentist beint niður í ána og
hvarf mér þar. Ég fylltist ótta og hryggð. Og við það vakn-
aði ég.
Ég hugsaði mikið um þennan draum, og var ekki í nein-
um vafa um, að hann mundi boða slysfarir. Berdreymi mitt
hefur oft verið svo skýrt, að það hefur valdið mér mikilli
andlegri áreynslu og áhyggjum. Ég sagði nákomnu fólki
þegar í stað drauminn, og réði hann á þá leið, að bílslys
mundi verða í þessum mánuði. Dró ég það af því, að bílstjór-