17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 14

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 14
Benedikt Sveinsson: Sambandsmálið. Brátt eru liðin 19 ár síðan Sambandslaga-samningurinn var lög- tekinn á Alþingi Islendinga og Ríkisþingi Dana. Samningur þessi liggur nú miklu ljósara fyrir skilningi þjóðarinnar en þá, sem að líkindum lætur. ísland var að heita mátti orðið laust úr öllum töndum síðustu ófriðarárin. Stórþjóðirnar þóttust heyja hildarleikinn mikla „fyrir rétt- indi smáþjóðanna“. Danir máttu allra sízt standa gegn þessari kenning með því að halda lengur fram kröfum sínum um yfirráð á íslandi, þar sem þeim hlaut að vera hitt langt um mikilsverðara, að endurheimta Suður-Jótland. Stórveldin skaðaði að engu, þótt tsland næði fullri við- urkenning sjálfstæðis síns. Fulltrúar sambandsþjóðarinnar, er hingað komu til samninga-um- leitana sumarið 1918, höfðu því allt að vinna en engu að tapa. Þeir gengu þess eigi duldir, að íslendingar vildu vera, voru og ætluðu ekki að hætta að vera: fullvalda þjóð. Móti því varð ekki spornað úr því, sem komið var. — Þá var áherzlan, lögð á það, jafnframt því, sem þeir veittu fullveldi þjóðarinnar viðurkenning, að halda í, efla og tryggja sem örugglegast forréttindi og hagsmuni Dana á íslandi. Inum erlendu erindrekum tókst að koma ár sinni haglega fyrir borð.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.