17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 28

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 28
26 Háskóli vor hefir frá öndveröu verið vanræktur og í flestum efnum í hinni mestu niðurlægingu. Nú hefir að vísu verið stefnt þar djarflega til umbóta með háskólalögunum og happdrættinu, en mikils þarf þó enn við. Undirbúningsmenntun kennara við flesta skóla í landinu er stórlega ábótavant. Ekkert uppeldis- og kennslufræðilegt bókasafn er til í landinu, engir tilraunaskólar, engin viðunandi aðstaða til innlendra uppeldisfræðilegra rannsókna. Þá er enn fjöldi barna úti um byggðir landsins fullkomlega á hrakhólum við nám sitt. Enn fremur er vert að nefna í þessu sambandi atvinnuleysi unglinga, að því leyti, sem það er skóla- og uppeldismál. Loks má fullyrða að mikið skortir á að hið innra starf skóla vorra sé enn komið i það horf, sem þekking og tækni nútím- ans og þarfir þjóðlífsins gera kröfur til. Eg hefi hér drepið á nokkur dæmi um hin óleystu verkefni í skóla- málum vorum. En hvernig á að taka á úrlausninni, þannig að vænta megi að árangurinn verði sem beztur? Eg vil í því efni enn láta Jón Sigurðsson tala, og benda á sögulega reynslu íslenzku þjóðarinnar: „1. Einungis á fyrsta tímabilinu má kalla að þjóð vor hafi borið umhyggju fyrir skólum sínum, um miðöldina hvorki þjóðin né stjórnin, síðan um siðabótina stjórnin ein: 2. Meðan þjóðin bar umhyggju fyrir skólunum urðu þeir nota- beztir . . . 3. Meðan þjóðin bar umhyggju fyrir skólunum, fylgdu þeir jafn- fætis tíð sinni og vel það, undir umsjón stjórnarinnar einnar (en af- skiptaleysi þjóðarinnar) hafa þeir alltaf verið á eptir. 4. Þá hefir menntunin verið mest þegar hún hefir verið samgrón- ust þjóðinni, bæði lærðum og leikum, og sýnt sig í málinu með eðlileg- um hætti. Þá hefir menntun verið mest þegar mestar hafa verið utanferðir, og íslendingar átt mest viðskipti við önnur lönd, þó ekki við eitt land, heldur mörg"1). Og það er einmitt þetta, sem þarf að gerast í skólamálum vorum nú: Þjóðin þarf að vakna til fullkomins skilnings á köllun sinni gagn- vart skólunum. Hún þarf að hlynna að þeim, svo sem auðið er, gera til þeirra miklar, en hleypidómalausar kröfur, miðaðar við metnað og skarpskyggni Jóns Sigurðssonar, þar sem takmarkið er að komast a. m. k. jafnfætis því bezta, sem þekkist á sama tíma með öðrum menn- ingarþjóðum. Á þann hátt verður örugglegast lagður grundvöllur að nýrri framfara- og menningaröld á íslandi. 1) Op. cit. bls. 146—147.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.