17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 20

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 20
18 sveitum til sjávar og nú liggur frá frjórri, óyrktri mold, til atvinnuleysis á möl kaupstaðanna. Þau ætla að vinna að gagngerðum umbótum á at- vinnuvegi sveitanna, landbúnaðinum, og jafnframt að því, að tengja sveitaæskuna traustum böndum við hann, — í því skyni, að öll sú æska, sem vex upp í sveitum landsins, eigi þar kost lífvænlegrar framtíðar, gáður langir tímar líða, við jafngóð menningarskilyrði og bæirnir geta boðið. — Jafnframt liggur fyrir U.M.F. þorpanna, að greiða fram úr þeim meginvanda, sem nú hvílir á æsku sjávarsíðunnar: atvinnuleysi með til- heyrandi mannskemmdum og vonleysi. Spor í þá átt var stigið með frum- varpi því um ráðstafanir vegna atvinnulausra unglinga, sem U. M. F. í. átti meginþátt í að lá fyrir síðasta Alþingi. U. M. F. í. tekur þátt í alþjóðasamvinnu æskulýðsfélaga um að koma á friði í heiminum. Það hefir lýst yfir fylgi sínu við lýðræði í þjóðmál- um og vaxandi menningu almennings, en andstöðu við einræði og víg- búnað. Að öðru leyti eru Umf. ópólitísk, og láta sig stefnumun og ágrein- ing stjórnmálaflokka engu skipta. Þau vilja styðja hvert það mál, sem til heilla horfir, hver sem flytur, en berjast gegn hverju því, sem þau telja stefna til ófarnaðar. Þau hafa sett sér há takmörk, og ætla sér mikið. „Enginn stekkur lengra en hann ætlar sér“. Ert þú ungmennafélagi, lesari góður? Heill til starfa, ef þú ert það. En ef þú ert það ekki, viltu þá ekki leggja hönd á plóginn og vinna með oss, sjálfum þér til vaxtar og landi og þjóð til heilla? Ef þú ert á æskuskeiði, mey eða maður, þá gakktu í ungmennafé- lag í byggðarlagi þínu, eða stofnaðu slíkt félag með stallsystkinum þín- um, ef það er ekkert fyrir. En ef þú ert tekinn að reskjast, kona eða karl, en vilt samt styðja æskuna til dáða, þá getur þú gerzt aukafélagi eða æfifélagi í U. M. F. I. og stutt félagsskapinn með iðgjaldi þínu. íslandi allt!

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.