17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 35

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 35
33 hafði dvalið allan veturinn í Reykjavík og unað vel frosti hans og lengd. Hann hafði líka alveg sérstaka ástæðu til þess, því þessi vetur hafði verið óslitið ævintýri fyrir honum. Fram til þessa hafði hann ekki þekkt annað af lífinu en fátækt og strit. En meðan heilsa hans var góð, virtist hann kunna því vel. En allt síðastliðið sumar hafði hann legið rúmfastur í brjóst- himnubólgu, og þegar haustaði, var hann enn lasinn og heldur enga vinnu að fá. Til þess að komast hjá hinni hötuðu hjálp sveitarinnar hafði móðir hans í örvinglun sinni skrifað ríkum frænda sínum í Reykjavík, tjáð hon- um raunir sínar og beðið hann að útvega syni sínum einhverja iétta vinnu yfir veturinn. Frændinn hafði brugðizt svo rausnarlega við, að hann bauð Birni að vera hjá sér, meðan hann væri að hressast, og skyldi hann síðan sjá honum fyrir einhverri atvinnu. Þannig komst Björn Björnsson inn á eitthvert mesta heimili Reykja- víkur og hafði nú ekkert að gera, annað en að mannast og kynnast hugsun- . arhætti betra fólks og læra umgengni þess. Hann fékk þar að auki nokkra tíma í erlendum tungumálum og reikningi og las góðar skáldsögur eftir meðmælum eldra fólks, sem þekkti hin sígildu rit meira en af afspurn. Nú- tímarithöfundar voru ekki lesandi, nema menn hefðu slíka undirstöðu. Svo horfði hann á kvikmyndir og sjónleiki og setti sig inn í stjórnmál þessa lands og útlandsins, eins og þau voru boðuð á heimili Ásmundar heildsala. Það var ekki að undra, fyrst lánið lék svona við Björn Björnsson, þó að honum dytti í hug að svipast um eftir konuefni og setjast að í höfuðboi'g- inni. Hann var bakhlutamikill og nokkuð þungstígur. Annars var hann mjög námfús og leit alvarlega á nauðsyn sína til að mannast. Allir, sem kynntust honum, báru traust til hans, því hann hafði svoleiðis andlit, sem er satt í alvöru og gott í brosi. Herðibreiður. Tuttugu og fjögra ára. Auðæfi Ásmundar heildsala voru auðsén í hverju smáatriði á heimili hans. Þar sást enginn ódýr hlutur eða takmarkað pláss. Og þótt ýmsir öf- undsjúkir kunni að hafa dregið. smekkvísi Ásmundarfjölskyldunnar í efa, varð ekki annað sagt, en hún væri sér samkvæm í vali sínu á hérvistar- gögnum sínum. I fyrstu kunni Björn Björnsson illa við sig í höfuðborginni yfirleitt og sérstaklega á heimili Ásmundar, þó að hann lifði þar eins og sonur hans, tæki þátt í öllum veizlufagnaði f jölskyldunnar og fylgdist með henni hvert sem hún var boðin. Það kostaði hann nefnilega ekki svo fáa svitadropa og jafnvel andvökur, að læra að sitja og standa, matast og tala, eins og við átti í þessu húsi, og láta það líta svo út, sem hann hefði aldrei verið öðrum aðferðum vanur. Þó vandist hann þessu fljótt og var það ekki sízt að þakka Áslaugu, dóttur heildsalans, sem tók að sér uppeldi hans strax og hann kom. Hún sagði honum hispurslaust til syndanna, leiðrétti og leiðbeindi honum á allan hátt svo vingjarnlega, að honum lá aldrei við að fyrtast við

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.