17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 36
34
athugasemdir hennar. Þetta bar þann árangur, að hann varð fulltaminn
fyrr en búast hefði mátt við, bæði um klæðaburð, handa- og fótaburð,
orðaval og val á umræðuefnum, skoðanir .og smekk.
Það var ekki hægt að segja, að Björn Björnsson felldi ástarhug til Ás-
laugar, þótt honum dytti það oft í hug í fullri alvöru, að biðja hennar sér
fyrir konu. En eitthvað í fari þessarar fallegu, hávöxnu stúlku með hör-
gula hárið, svörtu, bogadregnu augnabrýrnar og fæðingarblettinn á vinstri
kinninni (sem Björn Björnsson sér til mikillar undrunar hafði séð hverfa
um tíma og koma svo aftur fram á hinni kinninni löngu seinna) dró það á
langinn fyrir honum, að gera henni hjúskapartilboð. Því fátækt sína og
menntunarskort var hann alveg hættur að telja sem hindrun, eftir þær
viðtökur, sem hann fékk hjá fjölskyldunni. En svo er ekki loku fyrir það
skotið, að uppeldisstarf Áslaugar gagnvart honum, hafi frekar vakið hjá
honum þær tilfinningar, að hún væri fremur systir hans en tilkomandi
heitmey. Yfirburðir hennar yfir hann dreifðu á burtu öllum þeim vernd-
andi kenndum, sem oft gera vart við sig hjá alvörugefnum karlmönnum
gagnvart konu, sem þeir ætla sér að ganga að eiga.
Þau léku samt brátt vel saman og voru mjög samrýmd. Henni tókst
fljótt að gera hann sæmilega danzandi, en skauta- og skíðamaður var hann
miklu betri en hún og flestir kunningjar hennar. Hann fylgdi henni hvert
sem hún fór.
Eftir hæfilega mikla kampavínsdrykkju í samkvæmum, þar sem þau
Áslaug voru miðdepill alls, fyrir sakir hennar snilldarlegu kunnáttubragða,
var hann ekki í neinum vafa um, að hann elskaði hana. En með nýjum
morgni vaknaði þó efinn á ný, eða eitthvert aðgerðarleysi í framkvæmd
bónorðsins.
Honum duldist það ekki, að Áslaug lagði hug á hann. Löngu eftir að
ástæða væri til, að hún hefði sífellt eftirlit með honum, mátti hún ekki af
honum sjá. Hún notaði sér áfram þann rétt, sem hún í upphafi hafði öðl-
azt til náinna snertinga og frjálslegra umræðna. Hún talaði við hann um
leyndustu hluti án minnstu blygðunar, og bar því við, að slíkt væri vísinda-
legt. Stundum fannst honum einhver frýjun liggja í orðum hennar, og eft-
ir að hann var búinn að læra að athuga fólk í speglinum, án þess það vissi
af því, varð hann stundum var við, að hún horfði á hann með einkennilega
gráðugum svip, þegar hún hélt, að hann sæi það ekki.
Þó varð ekkert af þessu samspili til þess að knýja fram játningu
Björns Björnssonar. Þvert á móti; eftir því sem hann vandist þessu lífi,
pví öruggari varð framkoma hans gagnvart Áslaugu, byggð á þeirri ákvörð-
un, að hann skyldi leita konuefnis síns annars stáðar. Og í einfeldni hjarta
síns datt honum ekki í hug að nota aðstöðu sína til annarra viðskipta við
hana. Svo f jarri var það honum, að nótt eina, er þau komu af danzleik og