17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 15

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 15
13 íslendingar neyttu slælega ins einkar hagfellda tækifæris. Frá- leitastar og hættulegastar eru réttindaveizlur Islendinga til sambands- þjóðarinnar í 6. gr.1) Um það efni kveður Ólafur Lárusson prófessor svo að orði (í Stúdentablaðinu 1. desemþer 1928) : „Jafnréttisákvæðið mun vera algert einsdæmi í þjóðaréttinum, og í raun og veru jafn-ósamboðið báðum þjóðunum, eins og sumir Dan- ir hafa viðurkennt. En hættulegt er það nærri eingöngu fyrir annan aðilann, oss íslendinga, þrjátíu sinnum mannfærri og margfalt fátækari en hina sambandsþjóðina. Hvers virði er fullveldi í raun og veru, sem slíkur böggull fylgir?“ Margir aðrir meingallar eru á samningnum, þótt þessi taki út yfir. Einir tveir menn greiddu atkvæði gegn sambandslaga-samningn- um á Alþingi. Um þúsund atkvæðisbærra manna hafnaði honum við þjóðar-atkvæðagreiðslu, en rúm 10000 guldu samþykki sitt. Margir voru lengi að átta sig — en þeim tókst það nokkuð um síðir. Fyrst reyndi á ,,jafnréttis“-ákvæði 6. gr. árið eftir, 1919, er ný stjórnarskrá var lögð fyrir Alþingi. — Fulltrúar sambandsþjóðar vorr- ar lögðu mjög ríka áherzlu á það í athugasemdunum við sambands- laga-samninginn, að jafnréttis-ákvæðunum yrði fylgt út í æsar, meðal annars um afnám mismunar þess, er væri á kosningarrétti í þágildandi stjórnarskrá, en hann var þá við það bundinn meðal annars, að kjós- andi væri annaðhvort fæddur á íslandi eða hefði haft landsvist síðast- liðin 5 ár. — Andstæðingar samningsins höfðu varað við og bent á, þegar á Alþingi 1918, að sú leið mundi farin um þetta efni, að 5 ára búsetu- skilyrðið yi’ði úr lögum numið, en samningsmenn á þingi neituðu þessu sumir harðlega, og héldu fram, að alveg eins vel mætti afnema fyrr- nefndan mismun á þann hátt, að gera 5 ára búsetu-skilyrðið almennt, svo að það næði jafnt til íslendinga sem þegna sambandsþjóðarinnar. Var þetta túlkað svo, til þess að gera samninginn aðgengilegri Islend- ingum, enda rökrétt ályktað. Forsætisráðherra bar svo fram nýtt stjórn- 1) í 6. g'rein seg'ir svo: „Danskir ríkisborg'arar njóta að öllu leyti sama réttar á Islandi sem íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og- gagnkvæmt".-Þeir „liafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettii', frjálsa heimild til fiskveiða innan landhelgi hvors ríkis. Dönsk skip njóta á íslandi sömu réttinda sem íslenzk skip og gagnkvæmt". Bezt rökstuddur og' rækilegastur dómur um þessi ákvæði er i ritinu „ísland fyrir Dani og íslendinga. Hugleiðingar um sambandsmálið“, eftir Magnús Arnbjarnarson cand. juris. Rvík 1918. Sjá ennfremur um „jafnrétti þegnanna“ ritið: „Nývaltýskan og landsréttindin" eftir Einar Benediktsson. Rvík 1902. Og enn: bók Einars prófessors Arnórssonar, sem Bókmenntafélagið gaf út árið 1923: „Þjóðréttarsamband íslands og Danmerkur",

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.