17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 31

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 31
29 hann fæst við erlend viðfangsefni, og óvíða er hann íslenzkari í anda en einmitt þar. Menn hafa þótzt finna óheilbrigðan þjóðernishroka í ljóðum Einars. Þetta er rangt, sé litið á skáldskap hans í heild. Flest ættjarðarljóð hans eru framsækip baráttukvæði, innblásin af framförum þeim og athafnalífi, er skáldið kynntist erlendis. Ekki verður hér gengið fram hjá Halldóri Laxness. Virðist mál hans og stíll verða íslenzkari að sama skapi og boðskapur hans verður alþjóðiegri, list hans og sálfræðileg glöggskyggni djúptækari og algildari. Menn gætu haldið, að með Vestur-íslendingum væri flest dæmi að finna um ágæti þess, fyrir bókmenntirnar, er vér sjáum ættjörðina í fjarska. En í rauninni er ekki þeim svörum að gegna og mun orsökin m. a. sú, að í Ameríku er erfiðara en annars staðar að vera útlend- ingur, að því leyti, að álfan er þjóðernislegur almenningur, án ákveðins svips. Hér er Stephan G. að sjálfsögðu undantekning. Og þess er skylt að geta, að eigi að skilja ísl. þjóðarsál til hlítar, v.erður að leita vestur um haf og sjá hver öfl erl. umhverfi og áhrif fá leyst með íslendingum. Hingað til hefir v.erið dvalið við menningarlegt samneyti vort við aðrar þjóðir hvað snertir andlegt líf og bókmenntir. En að sjálfsögðu er og annað meginviðhorf þessara mála. Láta ungmennafélagar sig það ekki síður skipta, og verður nú vikið að því fáum orðum. Ungmennafélagar vilja að flestu leyti vera arftakar Fjölnismanna. Allir voru þeir ágætismenn, en þó mun nútímamönnum þykja mest koma til Tómasar Sæmundssonar, þeirra félaga. Orsökin er sú, að hann lét sig miklu skipta athafnalíf og frjálshugastefnur samtíðar sinnar. Jón Sigurðsson, er fslendingar telja gæfu og sæmd að mega minn- ast í dag, er að mörgu leyti í ætt við Tómas Sæmundsson. Það er al- kunna, að þjóðfrelsisbarátta Jóns Sigurðssonar byggðist á sögulegum og þjóðernislegum forsendum. En jafnvíst er hitt, að einkum hefir blessun hlotizt af starfi Jóns vegna þess, að hann vann ekki aðeins að formlegu og stjórnarfarslegu frelsi landsins, heldur einnig að þjóð- íélagslegum og verklegum umbótum. Fylgdi hann þar dæmi framsæk- inna þjóðmálaleiðtoga annarra þjóða. Það er frægt, hvert kapp Jón Sigurðsson lagði á, að bænarskrám að heiman rigndi sem ákafast niður yfir stjórnarvöldin í Höfn. Forseti kenndi íslendingum að gera kröfur, og er hann mótmælti sínum snjalla rómi, mótmæltu allir góðir íslend- ingar. En barátta Jóns Sigurðssonar var jákvæð viðreisnarbarátta. Hann vann að því, að bæta lífsskilyrði íslenzku þjóðarinnar, að hún fengi aflað sér styrks víðar en í gömlum bókum. Og svo mun það reyn- ast í framtíðinni, að því aðeins fáum vér aukið og varðveitt fr.elsi vort,

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.