17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 39

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 39
87 Við hittumst aldrei öðruvísi en af tilviljun, annaðhvort á götu, eða inni í kaffihúsi. Ég var því ekki lítið hissa, þegar hann kom heim til mín og vakti mig klukkan sjö þennan umtalaða morgun. Ég spurði hann, hvort hann væri orðinn geggjaður, eða hefði vakað framúr. Það er komið sumar, sagði hann. Sér eru nú hver tíðindin, anzaði ég. Áttu ekki almanak. Voryrkjan er byrjuð í sveitinni, hélt hann áfram. Ætlarðu ekki að fara að sofa? spurði ég úrillur. Ég ætla að fara upp í sveit og vinna. Einmitt það!! Ég er hættur við að þiggja þetta tilboð frænda míns. Ég fer í kaupa- vinnu að minnsta kosti, og svo kannski á síld. Ég skildi allt í einu að honum var alvara: Ertu orðinn vitlaus ? Það er komið sumar, sagði hann aftur. Ef þú nenntir að fara á fætur, mundir þú finna það. Það þarf að fara að vinna. Mér dettur ekki í hug að fara út í þennan hégóma. Þetta land er alltof fátækt, til þess að menn megi vera að svoleiðis vitleysu, eins og að græða peninga. Það þarf að vinna. Vinna á landi og sjó, hver einasti maður, svo að landið verði fag- urt og þjóðin farsæl. Hún má engan tíma missa í brask. Ég kom bara iil að kveðja þig og biðja þig að koma þessu bréfi til frænda míns, þegar ég er farinn með áætlunarbílnum. Ég fór fram úr rúminu, settist á stól og ætlaði að telja hann af þess- ari vitleysu með einni áhrifamikilli ræðu. En ég sá, að það mundi þýð- ingarlaust og þagnaði. Björn Björnsson var komin í sín gömlu föt, en svipurinn á andliti hans var nýr; það var svipur sumarsins. Þegar Björn var farinn, opnaði ég gluggann og leit út. Loftið var þrungið af sumarkomunni og fyrir eyrum mér hljómuðu hinar glöðu radd- ir starfsins í náttúrunni.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.