17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 13
ii
isvirði, eru nú veiddar og seldar fyrir milljónir króna árlega. Atkvæðis-
réttur og kjörgengi allra fullveðja manna og kvenna er nú loks veittur og
viðurkenndur, án tillits til efnahags eða þjóðfélagsaðstöðu. Lýðræði og
þingræði er þar með tryggt, meðan þjóðin gáir þess, að vernda þetta sitt
dýrmætasta hnoss.
Með atkvæðum sínum og félagssamtökum hefir alþýða til sjávar og
sveita brotið af sér atvinnuhelsi og auðkúgun. Hún er bjartsýn, eins og
Jón Sigurðsson. Hún er ráðin í því, að nytja gögn og gæði lands og
sjávar,. skapa sjálfri sér og íslenzku þjóðinni bjarta framtíð.
Vel sé hverjum þeim manni og konu, hverjum þeim félagsskap, s'em
vinnur að því, að gera hugsjónir Jóns Sigurðssonar að veruleika.
Óska ég því ungmennafélagsskajmum giftu og gengis, nú á 30 ára
afmæli hans, og minnist þess starfs, er hann hefir af hendi leyst.