17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 24

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 24
Jóhannes úr Kötlum: Frumherjinn. Stundum heimsækir mig maður einn hér í bænum, fremur lágur vexti, en þéttur á velli og kvikur í hreyfingum, með ættarmót Þórhalls biskups í yfirbragði, enda nafni hans og systrungur. Maður þessi er ein- hver minn kærasti gestur, ekki vegna þess, að hann sé neitt óvenjulegur maður um gáfur eða atgervi, heldur hins vegna, að hvar sem hann fer, ber hann með sér ilm og yndisleik ákveðins tímabils í sögu vorri; í veru hans lifir enn og grær sá blómi vorsins, sem hann hóf að gróðursetja í íslenzkri æsku fyrir þrjátíu árum síðan; hann er persónugervingur þeirrar göfgi, sem stór og fögur hugsjón getur rótfest í hinum hvers- dagslega alþýðumanni. Þetta er Þórhallur Bjarnarson prentari, fyrsti hvatamaður ungmennafélagshreyfingarinnar á íslandi. Eins og kunnugt er, gerðust ýmsir foryztumenn ungmennafélag- anna frá fyrri árum aðsópsmiklir áhrifamenn á sviði þjóðmálanna, og fluttu, margir hverjir, með sér þangað um sinn þá gróandi, er einkenndi hreyfinguna um alllangt skeið. Þessa menn þekkja allir og meta að verðleikum.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.