17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 33

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 33
31 vora eigin sögu og þroska. Nú fer ekki fram barátta milli tveggja stétta, svo að vígorðin gefi til kynna hvar hvor fari. Menn færa sér í nyt trúarbrögðin, og er þau þykja ekki hrökkva til, státa menn af höfuðlagi sínu og játa trú sína á endurlausn fyrir eigið blóð og ætt- erni. Þjóðernisofstæki er alið upp í milljónaþjóðum, en hinsvegar hefir til skamms tíma verið prédikuð barnaleg alþjóðastefna, sem gjörsneydd er allri raunhæfi. Hér kemur enn að íslendingum, að velja og hafna, og einkum ríður á, að ungmennafélagar gangi hér hreinlega að verki. Nú þurfa þeir einkum að gæta þessa þrenns: 1) Hvað þjóðmálin snertir, verða þeir að feta hinn gullna meðal- veg, taka tillit til einkaaðstæðna vorra, en hafa þó stöðugt augun á er- lendri þróun. Tvö lönd koma hér einkum til greina: Rússland og Þýzka- land. Það er brennandi spurning fyrir oss, hvernig Rússum tekst að fella alþjóðastefnu sína að ytri og innri séraðstæðum rússnesku þjóð- arinnar. Hvað Þýzkaland snertir, er einkum viðfangsefnið, á hvern veg Hitler hefir notað þjóðernismálin til þess að komast til valda, og hverj- ar veilur andstæðinga hans, hvað þau snertir, hafa stuðlað að valda- töku hans. 2) Ennfremur er merkilegt viðfangsefni, með hverjum rétti sum íslenzk blöð og erlend nefna Franco og félaga hans þjóðernissinna. Niðurstaðan hlýtur að verða á einn veg, en rannsóknin sjálf ætti að geta orðið lærdómsrík, einnig fyrir oss, sem átt höfum og eigum enn menn, sem játast þjóðerninu með vörunum, en afneita krafti þess. Koma upptök heimsstyrjaldarinnar hér mjög til greina. 3) Vér þurfum að gefa sem mestan gaum alþjóðasamvinnu, án stjórnmálalegra fordóma. Ríður á, að vér gerum oss ljósa afstöðu þeirra, ,er ala skipulagsbundið á úlfúð milli þjóða og stofna til hvers- kyns vandræða í eiginhagsmuna skyni. Er sú alþýðufræðsla göfugust og mest í samræmi við kröfur tímans, er opnar augu almennings fyrir þjóðfélagsöflunum, og hvernig þau speglast í athöfnum þeirra, er mestu ráða um afkomu vora, andlega og efnalega. En þeirra er ekki aðeins að leita hér í voru eigin landi, heldur víðsvegar um heim. Þess vegna er viðhorf vort til umheimsins afstaða vor til innlendra og eigin málefna.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.