17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 19
17
undanfarið árabil hefir verið daufara yfir U.M.F. en stundum áður, þó
að jafnan hafi þau starfað mörg og víða, með seigum þrótti. En undan-
farið ár hefir risið ný og öflug vakning í félagsskapnum, einkum eftir
sambandsþingið í júní 1936. Síðan þá hafa níu ný félög gengið 1 sam-
bandið, og von er margra í viðbót. Og í gömlu sambandsfélögunum koma
í ljós ýms glögg merki þess, að nýr eldur er kviknaður og ný áhugaalda
að rísa.
Sambandsþingið 1936 setti ungmennafélögunum nýja stefnuskrá
svohljóðandi:
„Samband U.M.F.I. og deildir þess skulu hafa bindindi um nautn
áfengra drykkja, og vinna samkvæmt eftirfarandi stefnuskrá:
1. Að vernda og efla stjórnarfarslegt, menningarlegt og fjárhagslegt
sjálfstæði íslendinga og vekja virðingu þeirra fyrir þjóðernislegum
verðmætum sínum og annarra.
2. Að hjálpa félagsmönnum og öðrum æskulýð til aukins menningar-
þroska, með fræðslu og líkamsþjálfun, og til að rökhugsa þjóðnytja-
mál og vinna að framgangi þeirra.
3. Að vernda æskulýð landsins gegn neyzlu áfengra drykkja og vinna
að útrýmingu skaðnautna úr landinu.
4. Að vinna að því, að næg og lífvænleg atvinna bíði allra unglinga, er
vaxa upp í landinu, þegar þeir hafa náð starfsaldri eða lokið námi.
5. Að beita sér fyrir heimilisiðnaði, verndun skógarleifa og skógrækt,
og þjóðlegum skemmtunum.
6. Að vinna að því, að skapa í hvívetna heilbrigðan hugsunarhátt meðal
æskulýðsins, í meðferð fjármuna sinna, verndun heilsunnar og fegrun
og hreinsun móðurmálsins.
Kjörorð U.M.F.Í. er: Íslandi allt“.
Stefnuskrá þessi tekur fram helztu málin, sem U.M.F. hafa unnið að
á liðnum árum og ætla sér að vinna að framvegis. Þau hafa ætíð litið og
munu jafnan líta á það sem fremsta og merkasta hlutverk sitt, að vera
þjóðleg menningar- og uppeldisfélög. Að því vinna þau fyrst og fremst
með áhrifum sínum á þá ungu einstaklinga, sem ganga undir merki
þeirra. Með því að veita þeim líkamlega þjálfun í íþróttaiðkunum og
andlega tamningu og fræðslu í rökræðum um þjóðfélagsmál og störfum
að framkvæmdum til alþjóðarnytja. Krafan um bindindissemi félags-
manna er einn þáttur í viðleitni félaganna að ala upp hrausta íslendinga
og vel megandi.
4. liður stefnuskrárinnar er nýjung í stefnu U.M.F.Í., og vafalaust á
hann sinn þátt í vakningu þeirri, sem er að verða í íélagsskapnum. U.M.
F. eru helztu og næstum því einu æskulýðsfélög sveitanna. Þau ætla nú
að reyna að stöðva þann mannstraum, sem undanfarið hefir verið úr