17. júní - 17.06.1937, Page 43

17. júní - 17.06.1937, Page 43
Skúli Þorsteinsson: Farfuglafundir og gestamót. Nokkur undanfarin ár hefir Ungmennafélagið Velvakandi í Reykja- vík staðið fyrir hinum svo nefndu farfuglafundum fyrir hönd U. M. S. Kjalarnessþings. Þeir eru haldnir mánaðarlega að vetrinum, eða venju- lega 7—8 fundir á ári. Ungmennafélögin hafa ætíð talið það eitt meðal hlutverka sinna, að skapa heilbrigt og menningarríkt félagslíf meðal æskunnar. Þau hafa alltaf skilið, að það skiptir miklu fyrir framtíð og velferð hennar, hvernig sá félagsskapur er, sem hún vex með og starfar í. Hvernig tækifæra hún nýtur til þess að veita félagsþránni útrás — til þess að gleðjast og gleðja aðra. Farfuglafundirnir eru einn liður í þessari menningarstarfsemi ung- mennafélaganna. Fundirnir hafa vakið sérstaka athygli allra, sem til þekkja, þeir eru mjög vinsælir, og hafa á sér þann svip, sem er þeim og ungmennafélög- unum til sóma. Samkomur þessar sækja fyrst og fremst ungmennafélagar utan af landi, sem staddir eru í bænum, gamlir ungmennafélagar og aðrir unnendur samtakanna. Þar eru rædd áhugamál ungmerinafélaganna, flutt erindi og sagðar fréttir af starfsemi félaganna víðsvegar um landið. Söngur og gleði skipa þar öndvegi. Drengskapur í rökræðum og allri framkomu einkennir fundina. Þetta eru kynningar- og skemmtifundir — einskonar tengiliður milli ungmennafélaga víðsvegar að, yngri og eldri. Hugsjónir framtíðarinnar eru tengdar störfum liðna tímans. Aðsókn að fundunum fer vaxandi með hverju ári. Má því vænta þess, að í framtíðinni fari starfsemi þessi vaxandi og batnandi og verði merki- legur liður í starfi Ungmennasambands Kjalarnessþings. Auk farfuglafundanna heldur Ungmennafélagið Velvakandi gestamót á hverjum vetri, venjulega í desembermánuði; það er árshátíð ungmenna- félagsins. Þangað eru allir ungmennafélagar velkomnir með gesti sína. Til þessarar samkomu er sérstaklega vandað. Þessi starfsemi, sem ég nú hefi drepið á, er aðeins einn liður í starfi Ungmennasambands Kjalarnessþings. Eru allir æskumenn og konur, sem taka vilja virkan þátt í þessari og annarri starfsemi ungmennafélaganna hér í Reykjavík, velkomnir í Ungmennafélagið Velvakandi.

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.