17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 17
15
ráði við utanríkismálanefnd, þá tilhögun á meðferð utanríkismála, inn-
anlands sem utan, sem bezt kann að henta, er íslendingar neyta upp-
sagnarákvæðis sambandslaganna og taka alla meðferð málefna sinna í
eigin hendur. Tillögur um mál þessi sé síðan lagðar fyrir Alþingi".
Samvinna Norðurlanda er hugsjón, sem margir starfa að í þessum
löndum. Til eru þeir menn, er ætla, að uppsögn sambandslaga-samn-
ingsins bryti bág við þessa hreyfing. En svo ,er eigi. Það horfir öfugt við.
Einn af hyrningarsteinum þeirrar stefnu er sá, að hún standi utan alls
stjórnmálasambands. Enginn hefir lagt ríkari áherzlu á þetta meginat-
riði en forsætisráðherra Dana. — Ryðjum þeim hömlum úr vegi að vor-
um hluta, er staðið geta fyrir samhug frændþjóðanna.
Garður er granna sættir.
Svo er gengið frá ákvæðum sambandslaga-samningsins, að ýmsir
málsmetandi menn hafa talið mjög tvísýnt, að nokkru sinni náist lög-
legur meirihluti fyrir sambandsslitum og tekið fram, að til þess þurfi
meiri eining, en oss er gefin hversdagslega.
Satt er það, að engin sundrung má um þetta mál verða, ef duga
skal. Munum atkvæðagreiðsluna í Saar, sem allur heimur dáðist að.Blás-
um ekki að sundrungarglæðunum. Drepum þeim á dreif. Sameinum
kraftana.
Hér er stórt takmark öllum æskulýð að að vinna til fullra úrslita
með fullkomnum og fögrum sigri.
Island fyrir íslendinga.