17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 30
28
sjón af eðliseinkennum íslendinga, þörfum þeirra og sérháttum lands-
ins. Hinsvegar hafa ýmsir lærdómsmenn vorir skýrt og skilið mál vort,
menningu og bókmenntir eins og samneyti vort við umheiminn hefði
aldrei verið meira en á 13. öld, er vér urðum að ganga á hendur er-
lendu valdi, vegna viðskiptaörðugleika. En á söguöld og blómatíma
bókmennta vorra er samband vort við umheiminn nánara en það hefir
verið nokkru sinni síðar. Oss gleymist oft, og gildir það ekki sízt um
lærdómsmenn vora, að Egill Skallagrímsson var ekki aðeins íslending-
ur, heldur heimsborgari, að Snorri kunni ekki aðeins skil á norrænum
fræðum, heldur einnig ýmsu hinu bezta í alþjóðlegu menningarlífi
samtíðar sinnar. En vegna þess hve íslenzkir fræðimenn hafa verið
þröngsýnir, að þeir hafa á síðari öldum ,,afgirt“ mál vort og forna
menningu, draga erlendir vísindamenn dár að skilningi vorum á ýmsum
greinum bókmennta vorra — og því miður — með réttu.
Hvað snertir andleg afskipti vor af erlendum þjóðum, hefir hið
vandrataða meðalhóf eitt gildi. Er auðvelt að finna rök fyrir þyí.
Er unnið var að stofnun háskólans, voru mjög færð fram þau rök,
að íslenzku þjóðerni yrði að því mikill styrkur að stúdentar þyrftu ekki
að sækja nám sitt til erlendra þjóða. Myndu þeir við langa dvöl erlend-
is lifa sig frá íslenzkum lífskjörum og hugsunarhætti. Af framanrituðu
má sjá, að svo hefir farið um marga íslenzka námsmenn. En undantekn-
ingarnar eru svo margar, að yfirleitt verður sagt, að t. d. Hafnardvöl
ísl. stúdenta hafi orðið íslendingum til ómetanlegrar blessunar. Er
komið er til Noregs og gengið er um þjóðminjasöfn frænda vorra, mun
íslendingum finnast sem þeir séu, í vissum skilningi, horfnir til upp-
runa síns. En þó hlýnar manni mest um hjartaræturnar, er manni verð-
ur gengið um herbergin á Garði í Höfn.
Til Jóns Sigurðssonar má með miklum rétti rekja hugmyndina um
háskóla hér heima, en enginn mun þó hafa skilið betur en hann hver
ágæti skapast af þeim sjónarmiðum, er námsdvöl erlendis veitir ungum
Islendingum. Er heimalningsháttur vænlegastur til innantóms og fá-
víss þjóðernishroka, en af erlendum sjónarhól sér íslendingurinn frek-
ast hvar þjóð hans er áfátt, og hver verðmæti hún á umfram aðrar
þjóðir. —
Enginn mun draga í efa, að eitt íslenzkasta skáld vort er Grímur
Thomsen. Munu fáir Islendingar hafa kynnzt jafn vel erlendum mönn-
um og menningu sem hann. Er hann um margt ágætt dæmi þess, hversu
mikil not geta orðið að því að vera á mótum margvíslegra menning-
arstrauma.
Á Einar Benediktsson er óþarft að minnast í þessu sambandi. En
víst er, að oft nær hann dýpstum tónum á hörpu móðurmálsins, er