17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 44

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 44
Hitt og þetta. Æskulýðsfundur í Þrastaskógi. Ungmennasamband Kjalarnesþings og' Héraðs- sambandið Skarphéðinn í Arnes- og Rangárvallasýslum hafa tekið höndum saman um að boða til almenns æskulýðsfundar um stefnumál ung-mennafélaganna, í Þrastaskógi, 25. júli í sumar. Þar munu nokkrir valdii' ræðumenn skýra viðíangsefni félaganna og stefnu, hingað til og' framvegis. Sérstaklega mun þó fundurinn verða helgaður megin- vandamáli líðandi stundar meðal allra þjóða: baráttunni fyrir friði meðal þjóðanna og rétti allra einstaklinga til að ráða málum sínurn og njóta hæfileika sinna, — kröf- unni um frið, lýðræði, menningu. — Á fund þenna eru boðnir og velkomnir, allir beir æskumenn, konur og kai-lar, sem taka: vilja undir þessa kröfu með ungmennaféjögun- um og vinna með þeim að hverskonar menningarmálum. Iþróttir. Ungmennafélögin kölluðu æskulýð þjóðarinnar til íþi'óttaiðkana þegar í öndverðu, og' þau áttu áberandi mikinn þátt í þeirri sterku íþróttahreyfingu, sem hér reis fyrir nál. 30 árum. U.M.F.f. hélt fyrsta allsherjarmótið, 17. júni 1911. En þegar Í.S.Í. var stofnað 1912, tók það eðlilega við aðalforgöngu iþróttamálanna og forstöðu allsherjarmótsins. Um 25 ára skeið hafa Í.S.Í. og U.M.F.Í. unnið saman að eflingu íþrótta og líkamsmenningar með þjóðinni, og hefir aldrei borið skugga á sam- vinnu þeirra. í dag- hefst 26. allsherjarmótið á íþróttavellinum1 í Reykjavík. Ungmennafélög'in fagna hverri drengilegri dáð, sem þar verður drýg-ð. Megi þetta mót verða íþrótta- mönnunum til sem mestrar sæmdar og íþróttasambandinu og öllum landslýð til óbland- innar ánægju. Sögurit um Ungmennafélögin. Magister Geir Jónasson sagnfræðingur á Akur- eyri hefir unnið í þjónustu U.M.F.Í. um nokkurra mánaða skeið við að rannsaka sögu ungmennafélagshreyfingarinnar í landinu undanfarin 30 ár og áhrif hennar á þjóð- lífið, hugsunarhátt manna og gang' og úrslit þjóðnýtra mála. Skrifar hann bók um þetta efni, og á hún að lcoma út í haust eða fyrir næstu jól. Ráðgert er, að hún verði 12% arkir (200 bls.), mjög vönduð útgáfa með allmörgum myndum. Áskriföndum verð- ur safnað, áður en bókin kemur út. Auluifélagar í U.M.F.Í. Á liðnum 30 árum hefir, sem að líkum lætur, mikill fjöldi manna elzt út úr ungmennafélögunum, — horfið þar frá störfum, þeg'ar annir og' skyld- ux' fullorðinsáranna kölluðu þá frá viðfangsefnum æskunnar. Undantekningarlítið er þetta fólk tengt órjúfandi böndum við félögin og hugsjónir þeirra, er þeim vinveitt og vill gjarna vinna þeim gagn; þó að það sjái sér ekki fæi't að vera virkir félagsmenn. Marga slíka velunnendur eiga félögin einnig meðal manna, sem aldrei hafa verið virk- ir félagar. Þessir menn gætu sýnt U.M.F.Í. vinarhug sinn og veitt því mikilsverðan stuðn- ing, með því að vera aukafélagar þess, æfifélagar eða styrktarfélagar. Æfifélagar greiða í sambandssjóð 50 kr. í eitt skipti fyrir öll. Styrktai'félagar eru þeir, sem greiða hærra gjald. Þessir óvirku félagsmenn fá Skinfaxa ókeypis, eins og aðrir ungmenna- félagar og hafa hvarvetna málfrelsi og tillögurétt í félögunum,

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.