17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 41

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 41
Héraðssundlaug austan fjalls. Á tímamótum er það gamall siður og góður, að gefa sér tíma til þess að nema staðar, líta yfir farinn veg, athuga umhverfið og horfa fram á leið- Það yrði ábyggilega ofviða þessu litla riti, ef eg færi að skrifa um fortíð, nútíð og framtíð ungmennafélaganna, eða áhugamála þeirra. En það er augnablikið, sem er að líða, og augnablikin, sem framundan eru, sem mest ríður á, að vel sé gætt. Þeirra verður fyrst og fremst að gæta, svo að þau hverfi ekki verðlaus út í tímans haf. Við syngjum: „Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga“. En við gerum annaðhvort lítið eða ekkert til þess að fegra sveitina og gera sveitalífið unaðslegra. Á undanförnum öldum og árum, hafa sveit- irnar verið rændar og ruplaðar öllum trjágróðri og enn í dag liggja morð- vargar í leyni fyrir fuglunum á veturna og vorin, þegar þeir koma og leita uppi auða bletti innan um ísa- og svellalög, þar sem þeir geti dregið fram lífið. Hvílík villimennska! Og við syngjum: # „Það er svo gáman 'um græna hjalla að ganga saman og margt að spjalla“. En svo nær það ekki lengra. Nú er fjöldi af ungu fólki, sem aldrei hefir komizt upp á nokkurn hjalla. Fjöldinn heldur sig á láglendinu og leitar eftir krám og knæpum, eða auðvirðilegum danssamkomum, sem menn njóta þó ekki til fulls, nema hreyfir af víni. Því miður er þetta allt

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.