17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 32
30
að vér skipum atvinnuháttum vorum og félagslífi í samræmi við það
er bezt reynist með þeim þjóðum erlendum, er framtaksmestar eru.
17. júní minnumst vér að sjálfsögðu fyrst og fremst Jóns Sigurðs-
sonar, en hugurinn hlýtur einnig að hvarfla til ýmsra ágætustu liðs-
manna hans. Sá er mestur sómi íslenzkrar blaðamennsku, er sr. Svein-
björn Hallgrímsson ræðst í að gefa út blað sitt Þjóðólf, einmitt sama
árið og frelsisöldurnar rísa sem hæst úti í löndum. Varð og blaðið
ágætur málsvari hinnar vaknandi þjóðar og öruggt til fylgis Jóni Sig-
urðssyni. Vekur einkum athygli hve blaðið fylgdist vel með hinni er-
lendu viðburðarás, og hafði vit á að láta sér hana að kenningu verða í
landsmálum. íslenzk alþýða tók og blaðaskrifum Sveinbjarnar og eftir-
manns hans, Jóns Guðmundssonar, tveim höndum. Menn fundu, að þeir
báru af einlægni og óeigingirni fram málstað þjóðarinnar, enda sættu
þeir ofsóknum af hálfu erlendra stjórnarvalda og skósveina þeirra. Svo
farnast þeim, er fylgja fastast fram rétti alþýðunnar.
Mönnum finnst mjög til um, hve vér séum nú í nánara sambandi
við umheiminn en áður var, menningarlega og í hagnýtum efnum.
Framanritað á að knýja til umhugsunar um, hvort bætt samgöngu-
tæki og aðrar ytri aðstæður villi oss ekki sýn að verulegu leyti um
þessi efni. Dæmi til glöggvunar: Árin 1830—’36, og raunar leng-
ur, stóðu að Skírni ágætir íslendingar. Efni hans var þá einkum fólgið
í erlendum fregnum af stórviðburðum samtíðarinnar. En hér var ekki
um dauðan bókstaf að ræða. Hvarvetna var hvatninguna að finna:
,,Far þú og ger slíkt hið sama!“ Frásagnir þessar voru ekki takmark-
aðar við afturhaldslönd álfunnar. Þvert á móti. Frelsisbaráttu hinna
framsæknustu þjóða var svo lýst, að íslendingum hlaut að hlaupa kapp
í kinn. Menn kunna að telja ósanngirni, að bera Skírni frá 1930—1936
saman við fyrrnefnda eldri árganga sama rits. Koma hér þrjú atriði
til greina, og er hvert þeirra um sig íhugunarefni: 1) Að Skírni standa
nú lærðustu menntamenn vorir, þeir er þjóðin hefir gert mest fyrir.
Þeir eiga marga og stóra kosti, en eðlilegt er, að þjóðin spyrji, hvar
skrif þeirra horfi einkum til framfara, og um hvað þeir hvetji almenn-
ing frekast til athafna. 2) Skírnir er svo ókunnur almenningi, að erfitt
er að ræða um hann við alþýðu manna. 3) Áður gáfu beztu lærdóms-
menn vorir gaum erlendum viðburðum og færðu þjóðinni fregnir af
þeim í riti sínu. Nú hafa arftakar þessara manna fengið misjöfnum
blaðamönnum slík verkefni að mestu.
Nú lifum vér á merkilegum umbótatímum, er knýja oss til þess
að taka sérstaklega til athugunar viðhorf vort til annarra þjóða. Og
fyrir því eru erlendir viðburðir nú svo eftirtektarverðir fyrir oss, að
átök þau, er eiga sér stað úti í heimi, eru á milli afla, sem hafa mótað