17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 37

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 37
35 hún fleygði sér í fang honum, eftir að þau höfðu afklæðzt yfirhöfnum sín- um, og sagði um leið og hún smeygði sér fast upp að honum öllum: Elsku, berðu mig upp til mín, ég er svo þreytt, þá bar hann hana að herbergis- dyrum hennar, setti hana þar niður og bauð góða nótt með sínum vana- lega, rólega málrómi. Eitt augnablik leit hún á hann logandi háðsaugum, svo skellti hún hurðinni í lás á eftir sér, án þess að anza honum. I tvo daga á eftir lét hún sem hún vissi ekki, að Björn Björnsson væri til. Svo tók hún aftur upp sitt fyrra viðmót. Þannig voru viðskipti Björns Björnssopar og dóttur Ásmundar heild- sala þennan vetrartíma. Nú er að segja frá karlmönnunum. Þáttur Ásmundar heildsala í uppeldisstarfinu á Birni Björnssyni var ekki síður áríðandi en ungfrúr Áslaugar, því að hann gekk út á það að móta hans innra mann. Og Ásmundur heildsali var fús til þessa starfa, því að honum hafði í seinni tíð virzt ungir og efnilegir menn afvegaleiðast frá hinum sanna vegi viðskipta og stjórnmála og lenda í höndum ýmissa stiga- manna, sem höfðu hugmyndir, sem voru hættulegar þjóðfélaginu, eins og það átti að vera, samkvæmt reynzlu hans. Ásmundur heildsali hafði sem sé mikla reynslu, og honum datt aldrei í hug, að hún væri neitt einhliða, og að hann kynni að hafa komizt að einhverri annarri niðurstöðu, ef hún hefði miðazt við annan tilgang en hún hafði gert; og hann gat ekki með nokkru móti fallizt á það, að reynsla annarra hefði nokkurt gildi, ef hún fór í bága við hans eigin reynslu. Honum varð brátt nautn að því að útlista viðskiptafræði sína og stjórnmálastefnu, með tilvitnanir í reynslu sína, fyrir hinum unga, nám- fúsa manni. Hann sat þungur og feitur í hægindastóli sínum með gildan vindil í munninum og talaði hægt og af sannfæringarkrafti eins og öll orðin væru með stórum stöfum. Verzlunarfyrirkomulag, gengismál, kaup- deilur og stjórnmálaskoðanir setti hann svo ljóst fram fyrir Björn Björns- son, að hann þurfti ekki annað en hlusta og læra, öll gagnrýni og allar efa- semdir voru gersamlega þarflausar. Eitt kvöld seint um veturinn gerði Ásmundur heildsali eina af þess- um kennslustundum sínum sérstaklega hátíðlega. Hann lét færa þeim Birni Björnssyni flösku af góðu víni, og hélt eftirfarandi ræðu: Þú ert nú búinn að vera all-lengi hér hjá okkur, og vona ég að þú hafir haft gott af því. Ég þekkti þig ekkert, þegar þú komst, og það var einungis af kær- leika við móður þína, að ég tók þig í mitt hús. Nú hefi ég kynnzt þér og séð, að í þér býr mannsefni. Mér er alltaf sárt um, að mannsefni fari í skítinn, og þó ég hafi þá skoðun, að bezt sé, að menn vinni sig sjálfir áfram og læri af reynslu sinni, þá býzt ég við, að það saki þig ekki, þótt þú lendir í lukkupottinn. Ég ætla því að bjóða þér góða stöðu í verzlunar-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.