17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 11

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 11
9 sem hrópi hveri brjóst úti um dali og strendur. Og það er sem bergmáli blágrýtishallir með brennandi turna: »Vér mótmælum allirl" VII. Nær átti vor Ijallkona fríðara þing? Nær fagnaði djarfari sonum og kærri vor »bláfjallageimur með heiðjöklahríng«? Nær hlutum vér munablóm fegurri og stærri? Nær hljómaði indælar »ylhýra málið«? Nær önduðu bjartari geislar á stálið? Eg finn þá í vorinu: vökulan þey, sem vitjar míns hjarta á sólglöðum degi. Og fremstur hann líður, sem firrist oss ei, þótt fjúki í skjólin og svanurinn þegi. Hann svifur á undan og uppljómar veginn um Island — ef þjóðin er sannleikans megin. Til skýringar á kvæði Jóhannesar úr Kötlum um Jón Sigurðsson, skal ])að tekið fram, að eftir þjóðfundinn myndaðist alþýðusögn um það, að dönsku hermennirnir hefðu, ef upphlaup yrði, átt fyrst af öllu að skjóta þrjá þingmennina, og var Jón Sig- urðsson kallaður í fyrirskipuninni „sá hvíti“, Jón Guðmundsson „sá halti“, og Hannes Stephensen „sá digri“.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.