17. júní - 17.06.1937, Side 11

17. júní - 17.06.1937, Side 11
9 sem hrópi hveri brjóst úti um dali og strendur. Og það er sem bergmáli blágrýtishallir með brennandi turna: »Vér mótmælum allirl" VII. Nær átti vor Ijallkona fríðara þing? Nær fagnaði djarfari sonum og kærri vor »bláfjallageimur með heiðjöklahríng«? Nær hlutum vér munablóm fegurri og stærri? Nær hljómaði indælar »ylhýra málið«? Nær önduðu bjartari geislar á stálið? Eg finn þá í vorinu: vökulan þey, sem vitjar míns hjarta á sólglöðum degi. Og fremstur hann líður, sem firrist oss ei, þótt fjúki í skjólin og svanurinn þegi. Hann svifur á undan og uppljómar veginn um Island — ef þjóðin er sannleikans megin. Til skýringar á kvæði Jóhannesar úr Kötlum um Jón Sigurðsson, skal ])að tekið fram, að eftir þjóðfundinn myndaðist alþýðusögn um það, að dönsku hermennirnir hefðu, ef upphlaup yrði, átt fyrst af öllu að skjóta þrjá þingmennina, og var Jón Sig- urðsson kallaður í fyrirskipuninni „sá hvíti“, Jón Guðmundsson „sá halti“, og Hannes Stephensen „sá digri“.

x

17. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.