17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 12
Bjartsýni.
Væri ég spurður þess, hvern af eiginleikum Jóns Sigurðssonar mér
þætti mest um vert, myndi ég hiklaust svara: bjartsýnina — trúna á ís-
lenzku þjó&ina. Enginn íslendingur hefir verið bjartsýnni en hann. Eng-
inn glöggskyggnari á auðæfi íslenzkrar moldar og miða. Enginn sá betur
þá orku, sem með þjóðinni bjó og barátta hans leysti úr læðingi. Jón Sig-
urðsson efaðist aldrei um, að íslenzka þjóðin væri fær um sjálf að skipa
sínum eigin málum. Hann var þess fullvís, að ísland væri svo gagn-auðugt
og þjóðin svo vel til manns, að aUir íslendingar gætu búið við sæmileg lífs-
kjör, efnalega og andlega.
Hugsjónir Jóns Sigurðssonar eru nú sumar orðnar og aðrar að verða
að veruleika.
Nærfellt 20 ár eru liðin síðan sjálfstæði Islands og fullveldi var yfir-
lýst og viðurkennt.
Á þessu árabili hafa stórfelldari breytingar og framfarir orðið á flest-
um sviðum, en nokkru sinni fyrr. Innan fárra ára taka íslendingar sjálfir
í eigin hendur meðferð þeirra málefna, sem þeir til þessa hafa eigi haft
sjálfir að öllu leyti.
Þjóðskólahugmynd Jóns Sigurðssonar er að verða að veruleika. At-
vinnudeildin tekur til starfa í næsta mánuði og háskólabyggingin kemst
undir þak í sumar.
Tún og garðar stækka með hverju ári. Fossar og jarðhiti þjóna fólk-
inu. Iðnaðinum fleygir fram. — Fiskitegundir, sem áður voru taldar eng-