17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 42

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 42
4o of almennt. Það er hlutverk ungmennafélaganna að fá þessu breytt. Þau gætu meira gert að því, að gangast fyrir smáferðalögum til fjalla. Margir fjallatindar eru sjálfkjörnir stáðir fyrir ungmennafélagsmót, því að æsk- unni er gott að koma ,,þar, sem víðsýnið skín“. Og félagsmenn eiga að auka sér lífsgleði og skapa sér heilbrigði og þrótt með iðkun íþrótta, eink- um sunds. Menn mega ekki gera sig ánægða með það eitt, að læra svo sundtök- in, að þeir geti fleytt sér nokkrar lengdir sínar. Það er að vísu byrjunar- skrefið, en takmarkið er annað og meira: að skapa lífsglatt og dáðríkt fólk. Því takmarki verður naumast náð með öðrum betri ráðum en sund- æfingum, þar sem skilyrðin til sundæfinga eru þannig, að þau hæfa þroskastigi nemendanna. Litlar sundlaugar og grunnar eru góðar á byrj- unarskeiði, en ónógar fyrir fullorðið fólk, sem náð hefir nokkurri leikni. Það er því nauðsyn á, að til séu stórar sundlaugar og djúpar, og yrðu þær þá auðvitað að vera þar, sem skilyrðin eru bezt, frá hendi náttúrunnar, svo að þær yrðu ekki allt of dýrar, og þar, sem þær eru bezt í sveit komnar. Slíkar sundlaugar væru sjálfkjörnir staðir fyrir ungt fólk til þess að æfa þar sund og mæla þar sundkunnáttu sína og getu, með því að bera sig saman við aðra. Þær yrðu þýðingarmiklar menningarstofnanir. Fáir staðir á landinu eru jafn sjálfkjörnir fyrir slíka sundlaug, sem við hverina hjá Reykjum í Ölfusi, bæði vegna náttúruskilyrða og annarra staðhátta. Náttúruskilyrðin og aðstaða eru svo góð, að eigi má við annað una, en hefjast þegar handa. Ungmennafélag Ölfushrepps hefir ákveðið að koma upp slíkri sund- laug í nánustu framtíð. Er ætlazt til, að laugin verði að stærð 50x12 metr- ar að flatarmáli og eigi minna en 3,5 m. djúp, svo að hlaupa megi á kaf af allháum palli. Vegna dýpisins verður þetta svo mikið mannvirki, að ofætlun er ungmennafélaginu einu, og er því þess að vænta, að allir unn- endur manndóms og menningar leggi því lið.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.