17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 16

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 16
14 arskrárfrumvarp á Alþingi 1919, en felldi niður fimm ára búsetuskil- yrðið, þvert ofan í áður fram komnar skýringar frá sambandslaga- mönnum. Reis um þetta hörð deila á Alþingi, en mikill meirihluti hélt fast á því, að 5 ára búsetuskilyrðið stæði, en næði jafnt til allra, og náði það samþykki með miklum atkvæðamun og stendur óbreytt síðan. Þetta atvik er merkilegt og mikilvægt, því að þar með var þegar úr því skorið, hvort 'hefja skyldi löggjafarstarf innar viðurkenndu full- valda þjóðar með því að aka til undanhalds eða beita fram á leið til ör- yggis þjóðinni. Tók meirihlutinn þá einnig berum orðum fram í nefndar- áliti sínu (Alþt. 1919, A. II. þingsk. 514, bls. 1105), að sambandslögin hefði eigi verið samþykkt í því skyni, að íslendingar skyldi láta nokkuð undan þokast um rétt sinn frá því, sem þar er ákveðið, „heldur sé ein- sætt að neyta réttinda sinna samkvæmt þeim hér á landi, svo sem fram- ast má og heldur styrkja en veikja, hvenær sem tækifæri gefst. Þau spor viljum vér marka þegar á þessu fyrsta þingi, er háð er eftir að breyting er orðin á sambandinu". Þetta búsetu-skilyrði er alveg nauðsynlegt til tryggingar meðan samningurinn stendur og dregur nokkuð úr þeirri hættu, sem af inum takmörkuðu uppsagnarskilyrðum getur staðið. Reyndar hefir dr. Kn. Berlin haldið því fram, að svo framarlega sem ákveðið væri jafnrétti milli allra þegna á Norðurlöndum, þá væri alveg nauðsynlegt, að hvert ríki um sig, setti allt að 20 ára búsetu-skilyrði fyrir kosningarrétti, eða lengri. Annað og minna þótti honum ekki öruggt og eiga þó jafnvigari þjóðir þar hlut að máli. Nokkrar raddir hafa endrum og sinnum heyrzt til andmæla þessum varúðar-skilyrðum, sprottnar af einskærri fáfræði. Þetta ákvæði verður að standa meðan samninguiúnn stendur. Lengur er þess ekki þörf. Á 10. ári eftir samþykkt samningsins, í febrúarmánuði 1928, bar Sigurður Eggerz fram fyrirspurn um það á Alþingi, hvort stjórnin vildi vinna að því, að sambandslaga-samningnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til og jafnframt íhuga, á hvern hátt utanríkismálum vor- um verði komið fyrir s.em haganlegast og tryggilegast, er vér tökum þau að fullu og öllu í vorar hendur. — Forsætisráðherra (Tr. Þ.) svar- aði fyrir sína hönd, stjórnarinnar og flokks síns að öllu afdráttarlaust játandi og samskonar yfirlýsingar fluttu framsögumenn annarra þing- flokka. Allmikið hafði um þokazt á rúmum 9 árum. Síðasta Alþingi — sem rofnaði af sundurþykki — varð sammála áður lyki um tillögu, er samþykkt var í sameinuðu þingi 15. apríl, með samhljóða atkvæðum allra, er við voru staddir. — Þar segir svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa nú þegar í sam-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.