17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 22

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 22
2Ó vissu að öruggasta ráðið til að brjóta niður slíkt vald, var að kosta kapp's um að efla manngildi sérhvers einstaklings í landinu. Ungmennafélögin sáu það alveg rétt í upphafi, að lýðræði án almennrar upplýsingar er ekki hugsanlegt. En hitt vissu þau eins vel, að þar í landi sem ríkir almenn upplýsing, getur ekki skapazt fótfesta undir annað fyrirkomulag en lýð- ræði. I landi, þar sem þjóðin á almennri upplýsingu að fagna, er óhugs- andi að það vald, sem lifir á sljóum múg, eins og óþrif og afæta, geti leik- ið listir sínar. Eitt af einkunnarorðum Ungmennafélaganna var „hraust sál í hraustum líkama“, og í samræmi við þetta einkunnarorð beittu fé- lögin sér fyrir andlegri og líkamlegri menningu jöfnum höndum: samfara líkamlegum íþróttum, ýmiskonar fræðslustarf, málfundir, fyrirlestra- starfsemi, blaðaútgáfa. Ungmennafélögin voru frá upphafi ungt og sterkt afl, sem gerði upp- reist í landinu gegn því kúgunareðli, þeirri sátt við kúgunina, sem hafði verið barin inn í gamla fólkið allt frá dögum Bessastaðavaldsins; virðing- in fyrir vendinum, truin á hið framandi vald, hinn troðandi hæl, var sam- gróið eðli gamla tímans. Þúsundir ungra manna og kvenna í sveitum landsins harðneituðu því að vera sljór búpeningur, sem haldið væri í raun- verulegu eignarhaldi hjá framandi sérréttindavaldi. Þetta fólk vildi eiga sitt land og ráða því. Það vildi efla þess dáð. Það vildi að almenningur fengi fyrst og fremst að njóta hinna andlegu og veraldlegu verðmæta lífs- ins, ætti sjálfur umráðin yfir mentastofnununum, verzluninni, auðlind- unum, atvinnutækjunum; það vildi ekki að framandi, fjandsamlegt vald hefði einkarétt á þessum hlutum; það vildi að þjóðin sjálf, íslenzkur al- menningur, nyti einn þess auðs, þeirrar menntunar og þeirra lífsþæginda, sem full umráð þessara hluta geta veitt. Um það leyti, sem sigurinn var unnin 1918, voru ýmsir forkólfar Ungmenn^félaganna af léttasta skeiði. Þeir hurfu frá vakningarstarfinu til ýmsra ábyrgðarstarfa í þjóðfélaginu. Eftir stóðu Ungmennafélögin dokandi. Sumir héldu því fram í einfeldni, aðrir af tvöfeldni, að sigurinn 1918 táknaði einhv.ern lokaáfanga, að með sigrinum væri almenningur í landinu búinn að losa sig undan yfirráðum þins framandi fjandsam- lega valds fyrir fullt og allt. Það þurfti nýja kynslóð til að uppgötva að 1918 var aðeins áfangi í baráttunni fyrir sjálfstæði almennings á íslandi; að enn var mikið óunn- ið til að gera almenning í landinu svo sterkan til líkama og sálar, svo upp- lýstan og stórhuga, að hann heimti í sínar hendur hið eina fullnaðarvald, sem honum sómdi; að enn íor því fjarri að sérhver menningargersemi, sérhver auðlind, hvert fyrirtæki, hver stofnun í landinu væri fyrst og fremst menningarverðmæti almennings, auðlind almennings, fyrirtæki almennings, hins endurborna íslenzka almennings til sjávar og sveita, þess

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.