17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 27

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 27
25 rök að því, að fyrir menningarþjóðir með fjölþættum félags- og atvinnu- háttum eru skólarnir óhjákvæmilegir hyrningarsteinar viðhalds og framfara. Hann b.enti á, að í hendur þyrfti að haldast skólar fyrir al- menning, svo sem barnaskólar og bændaskólar, skólar fyrir ýmiskonar sérfræði, svo sem iðjugreinar og verzlun, og loks hinar æðstu mennta- stofnanir, þar sem vísindin skipuðu öndvegi. Þá lagði hann enn áherzlu á, að stjórn skólamálanna og eftirlit með skólastarfinu ætti að vera áhi'ifamikið, liðugt í vöfum, og auðvitað með aðsetur í landinu sjálfu. * Jón nefnir táknandi dæmi um skrifstofustjórn íslenzkra skólamála í höndum Dana: ,,Um haustið 1839 kom bréf skólastjórnarráðsins til ís- lands um að gefa skyldi út skírslur um ástand skólanna. Um vorið 1840 kom bréf um það, í hvaða broti skírslurnar ætti að vera, en þá vantaði nú á íslandi nýtt boðorð um það, hvort skírslan ætti að vera á íslenzku eða dönsku, og fyrir því það var ekki fengið, gat ekki komið nein skírsla það ár (1839—1840). 29. júní 1840 skrifar Lector til skólastjórnar- ráðinu, að spyrja um á hvaða máli skírslan ætti að vera, og 15. maí 1841 kom svar aptur, að skirslan ætti að vera á íslenzku"1). Síðan á dögum Jóns Sigurðssonar hafa miklar og margvíslegar framfarir orðið í skólamálum vorum: Innlendur háskóli, endurbættur menntaskólinn í Reykjavík og annar reistur á Akureyri, gagnfræðaskól- ar, héraðsskólar, bændaskólar, kennaraskóli, kvennaskólar og margs- konar sérfræðiskólar, og loks fjöldi barnaskóla víðsvegar um landið. Það er ekkert efamál, að Jón Sigurðsson myndi hafa glaðzt innilega yfir því, að sjá öll þessi menningartæki blómgast í landinu. Hitt er annað mál, hvort hann hefði talið uppeldis- og skólamálum vorum komið í æskilegt horf. Ummæli Jóns í nefndri ritgerð, gefa hér um á- kveðnar bendingar: „. . . en það er þó nauðsynlegt, að vér gjörum oss fulla og skíra grein fyrir, hversu á stendur skólum yfirhöfuð, hverr tilgangur þeirra sé, um leið og vér höfum hliðsjón af ætlunarverkum skóla í öðrum löndum, því einungis með því að bera lögun skólans saman við það, sem hún ætti að vera, og það sem aðrir ná á vorri öld, getum vér séð hversu hagur hans er, og hverja stefhu vér eigum að taka í umbótinni, en ekki sézt það glöggliga á því, einungis að bera ástand hans nú sam- an við það sem það hefir verið“2). Þegar litið er á málið frá þessu háleita sjónarmiði Jóns Sigurðs- sonar, sjáum vér strax, að þrátt fyrir miklar framfarir undanfarinna ára fer því mjög fjarri, að við svo búið megi standa stundinni lengur. ]) Ný félagsrit II. árg. bls, 150. -) Op. cit. bls. 69—70.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.