17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 29

17. júní - 17.06.1937, Blaðsíða 29
Eirikur J. Eiriksson: Umheimurinn og vér.^ Afstaða vor fslendinga til umheimsins er mjög með sérstökum hætti og valda því einkum landfræðilegar aðstæður. Viðleitni vor hlýt- ur þessvegna að beinast að sem nánustum kynnum við umheiminn. En einangrun landsins og sérhættir þess valda því, að vér verðum við þau kynni að velja og hafna á annan veg en erlendar þjóðir, sem lifa í sambýli við svipuð kjör. Ungmennafélögum hefir oft verið fundið að sök, að þeir gæfu at- burðum og andlegum hræringum erlendis of lítinn gaum. Þetta er að nokkru rétt, en þó ekki að öllu. Þess er fyrst að gæta, að ungmenna- félagsskapurinn er sniðinn eftir erlendri fyrirmynd upphaflega, enda þótt eiginlegar ástæður til þess, að menn stofna til-hans, séu sérís- lenzkar. Fór svo, sem alltaf, er giftusamlegast hefir tekizt til um ís- lenzk málefni, að íslenzk framtakssemi og starfsorka fann sér farveg í erlendum, tímabærum félagsformum. Vér íslendingar höfum löngum gumað af menningarlegu sjálf- stæði voru og að miklu leyti með réttu. Vér höfum oft borið gæfu til þess að bægja burt erlendum ómenningarstraumum. Eigum vér því að þakka, hve samfelld er menningarsaga vor og bókmenntaþroski. Á hér íslenzk alþýða mest lof skilið, en „menntamennirnir“ hafa reynzt mis- jafnir. Annai'svegar hafa þeir, á síðari öldum, flutt inn erlend menn- ingarverðmæti og heimsskoðanir, án þess að velja og hafna með hlið-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.