Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 71
MORGUNN
149
leiksást hans, hógværð og ráðvendni, getur látið sér til hugar
koma, að hann undir slíkum kringumstæðum hefði vísvitandi
og af ráðnum hug reynt að vekja tálvonir í brjósti minu, held-
ur byggðust orð hans á þvi, sem hann raunverulega sá eða var
honum á einhvern hátt opinberað þannig, að því mátti óhikað
og skilyrðislaust treysta og trúa. Og sú vissa hlaut að byggjast
á margendurtekinni reynslu hans sjálfs, á sönnunum anda og
kraftar, sem hann hafði sjálfur fundið og reyna á langri ævi.
S. V.
Övænt boðin á miðilsfund
☆
Ég finn mig knúða til þess að segja frá því, sem fyrir mig
bar að kvöldi þess 19. janúar 1969.
Þetta var sunnudagskvöld og ég var að ljúka við að lesa
„Brotinn er broddur dauðans", síðustu bók Jónasar Þorbergs-
sonar, sem hann náði ekki að ljúka við að fullu, en eftirlifandi
kona hans bjó til prentunar eftir hans dag hér á jörð. Aftan
við bókina eru nokkrar minningargreinar, sem ýmsir vinir hins
látna skrifuðu um hann. Ég var að lesa það, sem Hafsteinn
Rjörnsson skrifaði um hann, þegar mig grípur skyndilega afar
sterk löngun til þess að komast á fund hjá Hafsteini sem allra
fyrst. Oft hafði ég setið hjá þessum miðli ágæta fundi, en jafn-
an reynzt örðugt að komast þangað vegna þess hve aðsóknin
að þeim er jafnan mikil. Jafnframt kom mér þá í hug, að nú
gæti blessaður Jónas ekki hjálpað mér i því efni lengur.
Ég hafði lagt frá mér bókina og lá í sófa í stofunni heima hjá
mér, Þá finnst mér allt í einu birta í kring um mig og ég