Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 74
Nýjar bækur
um miðla og merkileg fyrirbæri
☆
Stöðugt berast nú fréttir og auglýsingar um bækur, sem ým-
ist eru nýkomnar út eða von er á núna fyrir jólin. Allt bendir
til þess, að bókaútgáfan hér muni halda áfram að fara vaxandi,
svo sem verið hefur undanfarið. Það sýnir og sannar það enn
einu sinni, að söguþjóðin lætur sér ekki nægja að glápa á sjón-
varp og hlusta á útvarpið, þó þessi tæki helli yfir hana fréttum
og fróðleik í myndum og máli allan guðslangan daginn, söng
og sögum, músik af öllu mögulegu tagi og ómögulegu, auk leik-
rita og kvikmynda, sem sumar eru dágóðar, þótt of margar
fjalli um það, sem hollara er flestum að sjá ekki en að sjá og
heyra ekki heldur en að heyra. Ég er viss um, að jafnvel hund-
arnir á mörgum heimilum mundu urra að verstu glæpamynd-
unum og hárin rísa á skrokknum, ef þeir færu að leggja í vana
sinn að glápa á þær. En þeir gera það ekki, vilja blátt áfram
hvorki sjá þær né heyra. Og er það enn ein sönnun þess, hvað
hundar eru vitrir og að mennirnir mættu enn eitt og annað af
þeim læra.
Ýmsir spáðu ]>ví, að þessi voldugu fjölmiðlunartæki mundu
útrýma bókunum. Menn mundu hætta að kaupa þær og lesa.
íltgefendur mundu draga saman seglin. Og rithöfundarnir þá
að sjálfsögðu leggja frá sér penna og pappir, sitja auðum hönd-
um eða fara í eyrarvinnu og sennilega hætta að hugsa, að
minnsta kosti upphátt.
Ekkert af þessu hefur rætzt, sem betur fer. Þvert á móti fær-
ist bókagerðin með þjóðinni í aukana. Og þetta stafar engan
veginn af því, að útvarpið sé svo andlaust og leiðinlegt, að
menn gefist upp við að horfa á það og hlusta. Hlustendum og