Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 11
MORGUNN
89
strita og safna lil bess eins að láta taka ]wð allt af sér i líkams-
dauðanum og verða svo sjálfur að engu í þokkabót? Og hvar
er sönnunin fyrir því, að sú vesada huggun sé nokkuð annað
en hlekking? Og sjálfur er ég öldungis sannfærður um, að hún
er það. Til þess liggja eklu aðeins rök trúarinnar, heldur rök
reynslunnar og rök heilbrigðrar skynsemi. En út í það skal
ekki nánar farið hér.
En það held ég að við getum orðið sammála um, að þótt
okkar tími líði og líði stundum skjótt, þá er tíminn sjálfur í
raun og veru eilífur og þó alltaf að fæðast. Og við finnum einn-
ig til þess, að það er eitthvað í okkur sjálfum, sem er í ætt við
þann eilífa tíma. Það skiplir ekki máli, hvort við nefnum ])að
persónuleika, anda eða sál. Og það er ekki heldur neirrn vafi
á því, að á dögum ævinnar hér getum við öll, ef við á annað
borð Jeggjum stund á það, öðlazt og eignazt þau verðmæti, sem
ekki eru aðeins í ætt við hinn eilífa anda og eilifa tíma, heldur
verða aldrei frá honum skilin vegna þess, að þau eru sjálfur
vöxtur andans, þroski hans, göfgi og fegurð og um leið okkar
sanna og varanlega hamingja. Og ég fyrir mitt leyti er algjör-
íega sannfærður um það, að i þessu er fólginn höfuðtilgangur
lífs okkar hér. Við erum öll að sá og uppskera fyrir eilífa tíð.
Undir þvi hvernig það tekst er allt komið. Og um það verðum
við spurð um sólarlag.
Timinn liður. Vetur er að ganga í garð. En hvernig sem dag-
ar hans kunna að verða á ytra borðinu, þá óska ég þess og bið,
að okkur megi öllum takast á vetrinum að vaxa og auðgast
fyrst og fremst að þeim verðmætum, sem ekki verða frá okkur
tekin, vegna þess að þau eru sjálfur gróandinn í lifi okkar, gró-
andi liins eilífa lima.