Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 54
132 MORGUNN
Nú fór loksins að renna upp ljós fyrir mér og ég svaraði
henni stillilega.
„Hér hlýtur að vera um misskilning að ræða, kæra frú. Við
erum bara skólastelpur. Og Evelyn þurfti að skreppa heim í
morgun til þess að taka þátt í skriflega prófinu. En hún kemur
eftir hádegið, því við ætlum að hjálpa ykkur líka í dag til þess
að afla sem mestra peninga handa kirkjunni. Presturinn ykkar
bað okkur að koma, og við gerðum það vegna þess, að Evelyn
á bróður, sem er líka prestur, og aldavinur prestsins ykkar“.
Aumingja konan blóðroðnaði og fór öll hjá sér, þegar hún
heyrði hetta.
„Ég hef verið svo önnum kafin“, stundi hún upp, „og þetta
hefur einhvern veginn alveg farið fram hjá mér. Og svo hætt-
ist það ofan á, að presturinn veiktist á síðustu stundu og liggur
i rúminu“. — Og hún hélt áfram að afsaka sig og biðja fyrir-
gefningar þangað til ég var farin að dauðkenna í brjósti um
hana.
Við Evelyn höfðum gaman af þessu öllu saman. En við lærð-
um af því það, sem við munum aldrei gleyma, að öllu fólki á
jafnan að sýna alúð og kurteisi. Að gera það ekki, kemur mönn-
um sjálfum í koll. Aumingja konan skrifaði löng afsökunarbréf
til foreldra okkar og bauð þeim ásamt okkur að koma í heim-
sókn til sín, svo hún gæti reynt að bæta fyrir þessi hrapallegu
mistök. Af því varð þó ekki, vegna þess að hún varð fyrir því
óhappi að detta í stiganum heima hjá sér og fótbrotna.
En afleiðingin af öllu þessu varð sú, að mér var harðbannað
að lesa nokkurn tíma i lófa framar, — ekki einu sinni i góð-
gerðaskyni.
J