Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 52

Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 52
130 MORGUNN dálkinn og þótti skrýtið, að hvorki forstöðukonan né prestur- inn létu sjá sig. Við höfðum hvorki bragðað vott né þurrt og vorum því orðnar banhungraðar. Við ákváðum seinast að skreppa út og kaupa okkur matarbita í söluskála, þar sem nokkrar framreiðslukonur seldu samkomugestum beina. Þeg- ar við komum inn aftur, áttum við von á forstöðukonunni á hverri stundu til þess að hirða peningana, sem inn höfðu komið um daginn. En hún sást hvergi. Flestir samkomugestir virtust farnir. Og við stóðum þarna og horfðum hvor á aðra i mestu örvæntingu. En i þessum sömu svifum snarast inn fasmikil kona, sver og beinamikil. Þegar hún kemur auga á okkur, segir hún: „Eruð þið þessar, sem lesið í lófa?“ Við játtum því. „Jæja, komið þið þá. Þið eigið að gista hjá okkur“. Við fylgdumst siðan með þessari miður aðlaðandi konu heim í steinhús það, sem við höfðum komið að um morguninn. Þar kom húsfreyjan til móts við okkur og ávarpaði okkur fremur stuttaralega: „Við þökkum ykkur fyrir að hafa komið á þessa samkomu. Þið eigið að sofa á efstu hæðinni. Það eru fyrstu dyrnar hægra meginn við stigann. Góða nótt!“ Þetta var víst eins konar matsölu- og gistihús. Hurðin að borðsalnum var opin. Þaðan fundum við ylmandi kaffilykt og sáum, að á borðinu var smurt brauð, vandaður borðbúnaður, og eldur logaði þar á arni. Það mátti víst lesa vonbrigðin í svip okkar, þegar við löbbuðum upp stigann. Uppi á efsta loftinu sýndist helzt hafa verið einhvern tíma barnaheimili. Þar lágu rifnir rúmteppagarmar í fletunum og gólfdúkarnir voru gat- slitnir. Svangar, kaldar og undrandi á þessum viðtökum, reynd- um við þó að brosa að öllu saman og sofnuðum síðan vært, enda liöfðum við fulla þörf fyrir hvíldina. Evelyn, sem var í skriflegu prófi þessa daga, þurfti þess vegna að skreppa heim eldsnemma um morguninn, en ætlaði að vera komin aftur klukkan hálfþrjú. Við vöknuðum því mjög snemma. Ekki bólaði á neinu morguntei handa okkur og engin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.