Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 52
130
MORGUNN
dálkinn og þótti skrýtið, að hvorki forstöðukonan né prestur-
inn létu sjá sig. Við höfðum hvorki bragðað vott né þurrt og
vorum því orðnar banhungraðar. Við ákváðum seinast að
skreppa út og kaupa okkur matarbita í söluskála, þar sem
nokkrar framreiðslukonur seldu samkomugestum beina. Þeg-
ar við komum inn aftur, áttum við von á forstöðukonunni á
hverri stundu til þess að hirða peningana, sem inn höfðu komið
um daginn. En hún sást hvergi. Flestir samkomugestir virtust
farnir. Og við stóðum þarna og horfðum hvor á aðra i mestu
örvæntingu.
En i þessum sömu svifum snarast inn fasmikil kona, sver og
beinamikil. Þegar hún kemur auga á okkur, segir hún:
„Eruð þið þessar, sem lesið í lófa?“
Við játtum því.
„Jæja, komið þið þá. Þið eigið að gista hjá okkur“.
Við fylgdumst siðan með þessari miður aðlaðandi konu heim
í steinhús það, sem við höfðum komið að um morguninn. Þar
kom húsfreyjan til móts við okkur og ávarpaði okkur fremur
stuttaralega:
„Við þökkum ykkur fyrir að hafa komið á þessa samkomu.
Þið eigið að sofa á efstu hæðinni. Það eru fyrstu dyrnar hægra
meginn við stigann. Góða nótt!“
Þetta var víst eins konar matsölu- og gistihús. Hurðin að
borðsalnum var opin. Þaðan fundum við ylmandi kaffilykt og
sáum, að á borðinu var smurt brauð, vandaður borðbúnaður,
og eldur logaði þar á arni. Það mátti víst lesa vonbrigðin í svip
okkar, þegar við löbbuðum upp stigann. Uppi á efsta loftinu
sýndist helzt hafa verið einhvern tíma barnaheimili. Þar lágu
rifnir rúmteppagarmar í fletunum og gólfdúkarnir voru gat-
slitnir. Svangar, kaldar og undrandi á þessum viðtökum, reynd-
um við þó að brosa að öllu saman og sofnuðum síðan vært, enda
liöfðum við fulla þörf fyrir hvíldina.
Evelyn, sem var í skriflegu prófi þessa daga, þurfti þess
vegna að skreppa heim eldsnemma um morguninn, en ætlaði að
vera komin aftur klukkan hálfþrjú. Við vöknuðum því mjög
snemma. Ekki bólaði á neinu morguntei handa okkur og engin