Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 55
Hugsjónir
☆
Hugsjón er eitt þeirra orða, sem sjaldan heyrist nefnt hér á
landi í seinni tið. Það er engu líkara en við teljum okkur ekki
lengur þurfa á því að halda. Það heyrist ekki i útvarpi, sést
naumast í blaði eða bók. Menn virðast beinlinis orðnir feimnir
við að bcra það sér i munn, óttast, að með því muni þeir aðeins
verða að athlœgi. Mér er ekki grunlaust um, að ýmsir líti nú á
þetta orð sem tákn íánýtrar rómantíkur löngu liðins tima, sem
ekkert erindi eigi lengur við samtiðina. Að því leyti minni það
einna helzt á bátskrifli, sem fúnar á fjöru gamals eyðibýlis,
þaðan sem fólkið er flutt fyrir löngu í þéttbýli nýs tíma, nýrr-
ar menningar og ólíkra viðhorfa til lifsins.
f minu ungdæmi, fyrir 50—60 árum, var þetta aftur á móti
lifandi orð, vængjað og máttugt, og skáldin okkar sungu þvi
lof i ljóðum sinum. Og sú kynslóð, sem þá var að vaxa úr grasi,
mat orðið mikils og bar beinlinis lotningu fyrir því. Mér er
næst að halda, að hugsjónin hafi þá verið sá töfralykill, sem
opnaði aldamótakynslóðinni dyrnar að þeirri framtið, sem
verða skyldi fortíðinni bjartari og betri, þeirri framtið, sem hún
fann, að henni hafði verið trúað fyrir og beinlínis kölluð til að
skapa.
Ég veit ekki, hvort þið hafið veitt því athygli og hugsað um
það, að orðin, sem við daglega notum til þess að tákna hluti og
hugtök, eru ekki aðeins ólík að hljómi og blæ, heldur einnig af-
skaplega misjöfn að stærð og lögun, ef svo mætti segja. Er þar
ekki átt við stafafjölda þeirra, heldur það, sem þau í raun og
veru tákna. Orðið punktur er lítið vegna þess, að stærðfræðing-
ar telja hann hafa enga stærð. Orðið alheimur er stórt, því
enginn veit takmörk hans. Orðin ferhyrningur og hringur hafa